2009-11-12 10:20:44 CET

2009-11-12 10:21:57 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Landsvirkjun - Fyrirtækjafréttir

Moody‘s lækkar lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar


Matsfyrirtækið Moody‘s Investor Service hefur lækkað lánshæfiseinkunn
Landsvirkjunar vegna erlendra skuldbindinga úr Baa1 með neikvæðum horfum í Baa3
með stöðugum horfum.  Lánshæfi á innlendum skuldbindingum lækkar einnig úr P-2
í P-3. Lækkunin kemur í kjölfar sambærilegrar lækkunar ríkissjóðs. 

Landsvirkjun fékk fyrst lánshæfiseinkunn árið 1998 og hefur ávalt haft sömu
einkunn og ríkissjóður hjá Moody‘s.  Í lánssamningum Landsvirkjunar eru engin
ákvæði sem kalla á uppsögn eða breytingar þó að lánshæfismat lækki.  Breytingin
nú hefur því engin áhrif á vaxtakjör á eldri lánum fyrirtækisins.  Breytingin
hefur hins vegar, að öllu öðru óbreyttu, neikvæð áhrif á aðgengi Landsvirkjunar
að nýju lánsfjármagni á ásættanlegum kjörum. 

Nánari upplýsingar gefur Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, í
síma 515-9000 og 892-7912.