2011-08-25 15:25:14 CEST

2011-08-25 15:26:17 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Landsvaki - Ársreikningur

Árshlutareikningur Landsvaka hf. fyrir fyrri helming ársins 2011


Stjórn Landsvaka hf., sem rekur verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði
Landsbankans, hefur staðfest árshlutareikning félagsins fyrir fyrri árshelming
2011. Þann 30. júní 2011 annaðist Landsvaki hf. rekstur 20 sjóða um
sameiginlega fjárfestingu en á fyrri árshelmingi var einum sjóð slitið. Í lok
tímabilsins nam heildarstærð sjóða í rekstri Landsvaka 59,9 milljörðum króna
samanborið við 53,4 milljarða í árslok 2010. 

Lykiltölur í þúsundum króna: Sjá viðhengi.

• Árshlutareikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur
árshlutareikning rekstrarfélagsins og B-hluta sem inniheldur árshlutareikning
verðbréfa-, fjárfestinga- og fagfjárfestasjóða. Þessi framsetning á reikningnum
er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem
settar voru af Fjármálaeftirlitinu. 

• Árshlutareikningurinn er með könnunaráritun frá KPMG sem telur að
reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á fyrri helmingi
ársins 2011, efnahag þess 30. júní 2011 og breytingu á handbæru fé og hreinni
eign sjóðanna á fyrri helmingi ársins 2011, í samræmi við lög og settar
reikningsskilareglur. 

Laskaðir skuldabréfa- og hlutabréfamarkaðir setja enn mark sitt á starfsemi
félagsins og enn vantar mikið upp á skilvirkni og dýpt á mörkuðum. Staða þeirra
hefur því áhrif á rekstur sjóða Landsvaka auk þess sem erfið staða og óvissa í
efnahagsmálum hefur áhrif á stöðu félagsins. 

Þróunin á fyrri hluta ársins 2011 var sjóðum Landsvaka tiltölulega hagstæð og
jukust eignir í stýringu um 12%. Skuldabréfasjóðir stækkuðu þannig um 14% frá
upphafi ársins og innlendir hlutabréfasjóðir stækkuðu um 143%. Útgreiðsla úr
sjóðum í slitaferli var nokkur á tímabilinu og hefur það áhrif á
heildarmyndina. 

Hagnaður var af rekstri félagsins á fyrri árshelmingi að fjárhæð 72 milljónir
króna samkvæmt rekstrarreikningi félagsins. Eigið fé Landsvaka hf. í lok
tímabilsins nam 382 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi.
Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um
fjármálafyrirtæki, var 133% en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8% samkvæmt
lögum. 

Nánari upplýsingar um ársreikning Landsvaka hf. veitir Ari Skúlason,
framkvæmdastjóri Landsvaka í síma 410 7406.