2011-08-29 17:26:12 CEST

2011-08-29 17:27:13 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
RARIK ohf. - Ársreikningur

Árshlutareikningur RARIK fyrstu sex mánuði ársins 2011


Árshlutareikningur RARIK ohf 1. janúar til 30. júní 2011 var samþykktur af
stjórn þann 29. ágúst. 



Rekstarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði (EBIT) á fyrri hluta
ársins 2011 var 905 milljónir króna. Rekstrarafkoman var betri en á fyrri hluta
ársins 2010 og hækkuðu rekstrartekjur um rúmlega 6,6% frá fyrra ári, en
rekstrargjöld með afskriftum um tæplega 4,9% og var regluleg starfsemi
fyrirtækisins í samræmi við áætlanir. 

Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 981 milljón króna á tímabilinu en voru á sama
tímabili árið áður jákvæðir um 248 milljónir króna. Þessi breyting stafar fyrst
og fremst af veikingu krónunnar og verðbólgu sem var meiri en gert var ráð
fyrir í áætlunum. 

Áhrif hlutdeildarfélags á rekstur voru neikvæð um 30 milljónir króna.

Samkvæmt yfirliti um heildarafkomu var tap á tímabilinu 91 milljón króna.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 1.532
milljónir króna eða um 31% af veltu tímabilsins, samanborið við 1.356 milljónir
eða 29%  af veltu á sama tímabili árið áður.  Hreint veltufé frá rekstri var
1.531 milljón króna samanborið við 1.571 milljón króna á sama tímabili árið
2010. 

Samkvæmt efnahagsreikningi 30. júní 2011 voru heildareignir RARIK 36.604
milljónir króna og heildarskuldir námu 18.381 milljónum króna. Eigið fé var
18.223 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 49,8%. 

Árshlutareikningur RARIK ohf er gerður samkvæmt alþjóðlegum
reikningsskilastöðlum. 

Horfur

Horfur í rekstri RARIK á árinu 2011 eru góðar að undanskildum fjármagnsliðum.
Gert er ráð fyrir að afkoma ársins fyrir fjármagnsliði verði í samræmi við
áætlanir, en heildarafkoma ársins ræðst hins vegar að verulegu leyti af þróun á
gengi krónunnar og almennu ástandi efnahagsmála. Í ljósi þess að verðbólguþróun
á fyrri hluta ársins og verðbólguspá næstu mánaða er hærri en gert var ráð
fyrir í áætlunum, má búast við að tap verði á fyrirtækinu á árinu. 

Helstu stærðir samstæðureiknings eru sýndar í meðfylgjandi viðhengi