2015-03-12 15:09:50 CET

2015-03-12 15:10:50 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
HS Veitur hf. - Fyrirtækjafréttir

HS Veitur hf. gefa út nýjan skuldabréfaflokk – HSVE 15 01


HS Veitur hf. gefa út nýjan skuldabréfaflokk HSVE 15 01, að fjárhæð kr.
2.500.000.000 að nafnvirði. Skuldabréfin voru seld í lokuðu útboði á
ávöxtunarkröfunni 3,40%. 



Skilmálar HSVE 15 01 eru efnislega samhljóða HSVE 13 01 og er fyrirhugað að
skuldabréfin verði gefin  út til bráðabirgða þangað til lýsing fyrir HSVE 13 01
hefur verið útbúin og staðfest af Fjármálaeftirlitinu. Er þá fyrirhugað
flokkurinn HSVE 13 01 verði stækkaður og eigendum HSVE 15 01 afhent bréf í þeim
flokki í staðin fyrir skuldabréfin. Í kjölfarið verður flokkurinn HSVE 15 01
felldur niður. 



Komi til þess, af ástæðum sem útgefandi hefur ekki stjórn á, að ekki verður
hægt að framkvæma framangreinda skiptingu, skal útgefandi skrá HSVE 15 01 á
Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf. eigi síðar en 31. desember 2015. 



Skuldabréfin verða gefin út rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. og er
útgáfudagur bréfanna 16. mars 2015. Skuldabréfin hafa öll verið seld í lokuðu
útboði. 



H.F. Verðbréf hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna og töku þeirra
til viðskipta. Eftirlitsaðili skuldabréfaflokksins HSVE 15 01 er Deloitte ehf.
eins og fyrir HSVE 13 01. 



Nánari upplýsingar veitir:

Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna hf

Sími: 860 5208