2015-11-12 19:51:34 CET

2015-11-12 19:52:35 CET


REGLERAD INFORMATION

Isländska
Reitir fasteignafélag hf. - Fyrirtækjafréttir

REITIR: Útgáfa nýrra skuldabréfa og útgáfurammi


Stjórn Reita fasteignafélags samþykkti í dag útgáfu á skuldabréfum undir nýjum
útgáfuramma. Með rammanum er mynduð heildarumgjörð um skuldabréfaútgáfu
félagsins á næstu árum og undir honum er þegar áformað að gefa út bréf fyrir
allt að 10 milljarða króna fram til loka mars mánaðar 2016 sem er í samræmi við
áður tilkynntar áætlanir félagsins 

Útgáfuramminn rúmar skuldabréf af ýmsum toga eins og nánar verður gerð grein
fyrir í grunnlýsingu rammans sem áætlað er að birta í lok nóvember. Ákveðið
hefur verið að fella skuldabréfaflokkinn REITIR151244 undir rammann en í þeim
flokki hafa verið gefin út skuldabréf að upphaflegri höfuðstólsfjárhæð 25,6
milljarðar króna. Heimilt verður að gefa út skuldabréf fyrir samtals 70
milljarða króna undir útgáfurammanum, sem er nokkuð umfram vaxtaberandi skuldir
félagsins eins og þær stóðu í lok júní, en í lok fyrsta ársfjórðungs næsta árs
má gera ráð fyrir að félagið hafi nýtt helming þeirrar heimildar með þegar
útgefnum skuldabréfum félagsins og framkvæmd ofangreindrar útgáfuáætlunar. 

Reitir áforma lokuð útboð á nýjum skuldabréfum með reglulegum hætti, í fyrsta
sinn nálægt næstu mánaðamótum, en nánari tímasetning verður tilgreind síðar.
Verðbréfamiðlun Arion banka hefur umsjón með útboðunum og mun félagið ásamt
bankanum á næstu dögum kynna fjárfestum útgáfurammann og þá tvo
skuldabréfaflokka sem boðnir verða til sölu í fyrsta útboði. Annars vegar er
þar um að ræða stækkun á skuldabréfaflokknum REITIR151244 og hins vegar hyggst
félagið bjóða fjárfestum nýja verðtryggða skuldabréfaflokka með styttri
líftíma, sem óskað verður eftir að teknir verði til viðskipta í kauphöll. 

Tilgangur fyrirhugaðrar skuldabréfaútgáfu að andvirði allt að 10 milljarða
króna er endurfjármögnun á hluta núverandi skulda Reita, stuðningur við þróun
félagsins og undirbúningur að því að auka breiddina í fjármögnun félagsins. 

Nánari upplýsingar veita:
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita fasteignafélags, sími 660 3320.
Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri Reita fasteignafélags, sími 669 4416.