2017-09-07 19:16:19 CEST

2017-09-07 19:16:19 CEST


BIRTINGARSKYLDAR UPPLÝSNINGAR

Íslenska
Íbúðalánasjóður - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Mánaðarskýrsla - Húsnæðismarkaðurinn


Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs kemur nú út í breyttu formi frá því sem verið hefur. Fram til þessa hefur mánaðarskýrslan alfarið einblínt á eignasafn sjóðsins. Í ljósi nýs hlutverks Íbúðalánasjóðs mun mánaðarskýrslan nú og í framtíðinni einnig fjalla um stöðu húsnæðismarkaðarins hér á landi í heild sinni. Fjallað er um fjóra helstu fleti húsnæðismarkaðarins (fasteigna-, leigu-, lána- og byggingamarkaðinn) auk þess sem umfjöllun um eignasafn Íbúðalánasjóðs verður áfram á sínum stað.

Samantekt:

  • Vaxandi misvægi á milli þróunar fasteignaverðs og helstu hagstærða.

  • Fasteignaverð hefur hækkað 22 sinnum hraðar en byggingarkostnaður síðastliðna 12 mánuði.

  • Framboð íbúðarhúsnæðis á söluskrá hefur farið ögn vaxandi á undanförnu eftir að hafa náð sögulegu lágmarki í byrjun ársins.

  • Hækkun leiguverðs  tekið framúr launaþróun.

  • Skuldir heimilanna vaxa hraðar en þær hafa gert frá 2008.

  • Vaxandi umsvif á byggingamarkaðnum.

  • Vanskil farið áfram lækkandi í útlánasafni Íbúðalánasjóðs.