2015-04-29 18:40:01 CEST

2015-04-29 18:40:45 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Ársreikningur

Fjarskipti hf. : Umtalsverð hagnaðaraukning á fyrsta ársfjórðungi 2015


Árshlutareikningur Fjarskipta hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2015 var samþykktur
af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 29. apríl 2015.

  * Hagnaður tímabilsins nam 236 m.kr., sem er 75% aukning frá fyrsta
    ársfjórðungi 2014.
  * EBIT hagnaður nam 395m. kr. og hækkaði um 37% milli ára
  * EBITDA hagnaður ársfjórðungsins nam 719 m.kr. og hækkaði um 13% milli ára.
  * Framlegðaraukning nam 5% á ársfjórðungnum á milli ára.
  * Rekstrarkostnaður lækkaði um 3% á milli ára.
  * Eiginfjárhlutfall var 54,1%.
  * Handbært fé frá rekstri 539 m.kr.,175% hærra en á sama tímabili 2014.


Stefán Sigurðsson, forstjóri:"Árið 2015 fer vel af stað hjá félaginu með bestu afkomu fyrsta fjórðungs í sögu
félagsins.   Tekjur  vaxa  á  sama  tíma  og  rekstrarkostnaður,  afskriftir  og
fjármagnsgjöld lækka sem skilar 75% aukningu hagnaðar á milli ára.

Uppbygging  dreifisvæðis Vodafone á sviði  4G háhraðanets heldur áfram af fullum
krafti,  en kerfið nær nú til  tæplega 83% landsmanna. Uppbygging heldur áfram á
árinu  og mun ekki einungis snúa að  styrkingu háhraðanets á landi heldur einnig
til sjófarenda á helstu miðum í kringum landið fyrir árslok. Þannig leitumst við
við að stórbæta þjónustu okkar við sjávarútveginn.

Á   ársfjórðungnum  fögnuðum  við  einnig  merkum  áfanga  þegar  nýtt  stafrænt
dreifikerfi tók alfarið yfir dreifingu RÚV í lofti sem nær til 99,9% landsmanna.
Við  höfum áður lýst  því yfir að  við hyggjumst fylgja  þessum áfanga eftir með
frekari nýjungum í sjónvarpsþjónustu. Nýverið kynntum við til sögunnar, Vodafone
PLAY  áskriftarveituþjónustu (e. SVOD) hannaða fyrir íslenskan markað, sú fyrsta
sinnar  tegundar  hér  á  landi.  Tekur  þjónustan  mið  af  aukinni  eftirspurn
viðskiptavina  eftir gagnvirku sjónvarpi en við  höfum til dæmis séð samanlagðar
pantanir  í tímaflakki  og leigunni  vaxa um  56% frá upphafi  árs 2013 til loka
mars.  Við finnum fyrir miklum áhuga á þessari nýju þjónustu meðal viðskiptavina
en fyrstu 10 dagana sem hún var í loftinu voru pantanir á efni í kringum 45.000
talsins.  Næsta skref á þessu sviði verður  að gera sjónvarp aðgengilegt í öllum
snjalltækjum  sem við stefnum  á að kynna  okkar viðskiptavinum á fyrri helmingi
ársins."


[HUG#1916786]