2014-08-28 17:36:03 CEST

2014-08-28 17:37:15 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Tryggingamiðstöðin hf. - Ársreikningur

Afkoma Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) á fyrri árshelmingi 2014


Á stjórnarfundi þann 28. ágúst 2014 samþykkti stjórn og forstjóri TM
árshlutauppgjör félagsins fyrir fyrri árshelming 2014. Árshlutareikningurinn
hefur verið kannaður en ekki endurskoðaður af endurskoðendum félagsins. 

Helstu tölur frá öðrum ársfjórðungi TM 2014 eru eftirfarandi:

  -- Heildarhagnaður eftir skatta var 314 m.kr. (2F 2013: 669 m.kr.) 
  -- Hagnaður á hlut var 0,42 kr. (2F 2013: 0,88 kr.) 
  -- Framlegð af vátryggingastarfsemi var 147 m.kr. (2F 2013: 563 m.kr.)
  -- Fjárfestingatekjur voru 313 m.kr. (2F 2013: 331 m.kr.)
  -- Samsett hlutfall var 95,0% (2F 2013: 80,9%)
  -- Tjónshlutfall var 72,1% (2F 2013: 57,8%)
  -- Kostnaðarhlutfall var 22,8% (2F 2013: 23,1%)
  -- Handbært fé frá rekstri var 268 m.kr (2F 2013: 532 m.kr.)
  -- Eiginfjárhlutfall var 36%
  -- Arðsemi eigin fjár var 11,3% (2F 2013: 26,4%)

Helstu tölur frá fyrri árshelmingi TM 2014 eru eftirfarandi:

  -- Heildarhagnaður eftir skatta var 1.015 m.kr (1H 2013: 1.191 m.kr.)
  -- Hagnaður á hlut á var 1,34 kr. (1H 2013 1,57 kr.)
  -- Framlegð af vátryggingastarfsemi var 186 m.kr. (1H 2013: 826 m.kr.)
  -- Fjárfestingatekjur voru 1.053 m.kr. (1H 2013: 800 m.kr.)
  -- Samsett hlutfall var 96,7% (1H 2013: 85,6%)
  -- Tjónshlutfall var 72,5% (1H 2013: 61,1%)
  -- Kostnaðarhlutfall var 24,2% (1H 2013: 24,5%)
  -- Handbært fé frá rekstri var 1.241 m.kr. (1H 2013: 1.631 m.kr.)
  -- Arðsemi eigin fjár var 17,8% (1H 2013: 23,4%)



Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„Gott jafnvægi var á milli framlegðar af vátryggingarekstri og
fjárfestingatekna á fjórðungnum. Minni framlegð af vátryggingastarfsemi en á
fyrra ári má fyrst og fremst rekja til aukningar í ökutækjatjónum sem hefur
verið hraðari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir erfið skilyrði á
innlendum fjármálamörkuðum var afkoma af fjárfestingum á tímabilinu góð. Afkoma
allra eignaflokka var jákvæð á fjórðungnum sem endurspeglar góða dreifingu
fjárfestingaeigna félagsins. 

Tjónakostnaður á öðrum ársfjórðungi eykst mikið frá sama tímabili í fyrra en
vert er að benda á að annar ársfjórðungur 2013 var óvenju tjónaléttur. Mestu
munar um neikvæða þróun í ökutækjatryggingum en einnig var aukning í tjónum í
eignatryggingum. Eigin iðgjöld standa nánast í stað á milli ára og hefur sú
þróun sem varð á 1. ársfjórðungi, þegar tekjur lækkuðu nokkuð, ekki haldið
áfram. Rekstrarkostnaður lækkar um 4% milli ára sem er ánægjulegt og í takti
við áætlanir félagsins fyrir árið 2014 

Vegna minni tekna á 1. ársfjórðungi réðst félagið í hagræðingaraðgerðir á 2.
ársfjórðungi sem munu skila sér í um 50 m.kr. lægri rekstrarkostnaði á 4.
ársfjórðungi. Áætlunum félagsins fyrir árið hefur verið breytt til samræmis við
þetta”. 

Væntanlegar breytingar við mat á vátryggingaskuld

Í tjónaskuld er innifalið álag vegna óvissu sem er óhjákvæmileg við mat á
henni.  Í væntanlegum evrópskum gjaldþolsreglum, Solvency II, er gert ráð fyrir
lægra álagi en félagið hefur verið að nota.  Félagið hyggst í árslok 2014 meta
tjónaskuldina í samræmi við matsreglur Solvency II.  Félagið telur líklegt að
breyttar matsreglur muni leiða til þess að tjónaskuldin lækki um allt að 2
milljarða kr. frá því sem nú er, að öðru óbreyttu. Álag af þessu tagi hefur
verið í tjónaskuld um árabil og var haldið áfram eins og heimilt var þegar
alþjóðlegar reikningsskilareglur um vátryggingaskuldbindingar tóku gildi fyrir
um 10 árum. Væntanleg breyting á matsaðferðum miðar að því að færa þær að þeim
aðferðum sem notaðar verða við gjaldþolsútreikninga skv. Solvency II, en báðar
aðferðir rúmast innan alþjóðlegra reikningsskilareglna. 

Stórtjón á 3. ársfjórðungi

Þann 6. júlí varð stórbruni í Skeifunni 11 í Reykjavík. Tjónið í brunanum var
mikið en metið heildartjón TM er um 1.050 m.kr. en þar af bera endurtryggjendur
stærstan hluta kostnaðarins eða um 900 m.kr. Eigin áhætta TM í þessu tjóni er
150 m.kr. en auk þess þarf félagið að greiða um 90 m.kr. vegna endurvakningar
endurtryggingasamninga. Nettó tjón TM vegna brunans er því um 240 m.kr. Tjónið
er það stærsta sem félagið hefur þurft að bæta síðan árið 2002. 

Áætlun

Í ljósi iðgjalda- og tjónaþróunar á fyrri árshelmingi og stórbrunans sem varð í
Skeifunni í júlí hefur félagið endurskoðað áætlun sína fyrir árið. Þá hefur
einnig verið tekið tillit til ofangreindra breytinga á matsreglum tjónaskuldar
skv. Solvency II (þús.kr.): 

Eigin iðgjöld              11.460.526
-------------------------------------
Fjármunatekjur              2.045.689
-------------------------------------
Aðrar tekjur                  104.208
-------------------------------------
Heildartekjur              13.610.423
-------------------------------------
Eigin tjón                 -8.639.541
-------------------------------------
Endurmat tjónaskuldar      2.000.000*
-------------------------------------
Annar kostnaður            -2.899.389
-------------------------------------
Heildargjöld               -9.538.930
-------------------------------------
Hagnaður fyrir tekjuskatt   4.071.493
-------------------------------------

* Endanleg upphæð endurmats tjónaskuldar verður ljós í lok árs



Kynningarfundur

TM býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á öðrum ársfjórðungi
þann 29. ágúst kl. 8:30. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24,
4. hæð. Þar mun Sigurður Viðarsson forstjóri kynna uppgjörið og svara
spurningum. 

Árshlutareikning og afkomutilkynningu er hægt að nálgast á vef félagsins
www.tm.is. Kynning á uppgjörinu verður einnig aðgengileg á sama stað við upphaf
kynningarfundar. Kynningarfundurinn verður sendur út í gegnum fjarfundabúnað á
eftirfarandi slóð: 

https://global.gotomeeting.com/meeting/join/926541893.

Að loknum kynningarfundi verður upptaka frá fundinum aðgengileg á vef félagsins
www.tm.is/fjarfestar. 



Nánari upplýsingar

Sigurður Viðarsson forstjóri s: 515-2609

sigurdur@tm.is