2010-02-26 16:49:10 CET

2010-02-26 16:50:10 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Marel Food Systems hf. - Hluthafafundir

Framboð til stjórnar á aðalfundi félagsins 3. mars 2010


Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér til setu í stjórn Marel Food Systems hf. á
aðalfundi félagsins, sem haldinn verður miðvikudaginn 3. mars næstkomandi kl.
15:00, í höfuðstöðvum félagsins að Austurhrauni 9, Garðabæ:

Arnar Þór Másson, Reykjavík
Árni Oddur Þórðarson, Reykjavík
Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Reykjavík
Friðrik Jóhannsson, Reykjavík
Helgi Magnússon, Seltjarnarnes
Lars Grundtvig, Árósum, Danmörku
Margrét Jónsdóttir, Seltjarnarnes
Theo Bruinsma, Oss, Hollandi
Smári Rúnar Þorvaldsson, Hafnarfirði

Frekari upplýsingar um framangreinda aðila eru nú aðgengilegar á upplýsingasíðu
aðalfundar 2010 á heimasíðu félagsins: http://www.marel.com/agm. 

Framboðsfrestur er nú runninn út. Samkvæmt núgildandi samþykktum félagsins skal
stjórn skipuð sex mönnum. Fyrir fundinum liggur tillaga um að breyta samþykktum
félagsins þannig að fjöldi stjórnarmanna skuli vera 7-9. Verði sú tillaga
samþykkt mun stjórn félagsins leggja til að aðalfundur kjósi níu stjórnarmenn,
sem hefði í för með sér að framangreindir aðilar verði sjálfkjörnir í stjórn
félagsins á komandi aðalfundi án sérstakrar atkvæðagreiðslu.