2016-08-25 19:30:25 CEST

2016-08-25 19:30:25 CEST


BIRTINGARSKYLDAR UPPLÝSNINGAR

Íslenska
Sjóvá-Almennar tryggingar hf - Ársreikningur

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. - Árshlutauppgjör


Hagnaður 709 m.kr. á fyrri árshelmingi

Hagnaður 286 m.kr. á öðrum ársfjórðungi

  -- Afkoma af vátryggingastarfsemi 123 m.kr. 
  -- Afkoma af fjárfestingarstarfsemi 335 m.kr. 
  -- Ávöxtun eignasafns félagsins 1,7%
  -- Ávöxtun skráðra verðbréfa var slök en jákvæð gengisbreyting óskráðra
     hlutabréfa nam 242 m.kr. og jákvæð gengisbreyting fasteignafélaga og sjóða
     285 m.kr.

Hermann Björnsson, forstjóri:
„Í upphafi árs birti Sjóvá horfur fyrir árið, að samsett hlutfall yrði á bilinu
98 til 100% og að afkoma fyrir skatta yrði 2 til 2,5 milljarðar. Nú þegar
samsett hlutfall fyrir fyrstu 6 mánuði ársins nemur 104% er ósennilegt að
uppgefnar horfur náist þó reikna megi með því að hlutfallið haldi áfram að
færast nær 100% í lok árs. Skýringa er fyrst og fremst að leita í því að
árangur þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til skilar sér á lengri tíma
ásamt því að tjónatíðnin er enn há. Við þessar kringumstæður hafa
fjárfestingartekjur skapað megnið af þeim hagnaði sem verður til. Þróun markaða
til áramóta mun ráða miklu um endanlega niðurstöðu“, segir Hermann. 



Helstu niðurstöður og lykiltölur



                                          2F      2F     %      6M      6M     %
                                        2016    2015          2016    2015      
Iðgjöld tímabilsins                    3.691   3.499    5%   7.275   6.958    5%
Eigin iðgjöld                          3.482   3.312    5%   6.885   6.603    4%
Fjárfestingartekjur                      578     963  -40%   1.287   2.003  -36%
Þar af fjárfestingartekjur af            202     243  -17%     401     448  -11%
 vátryggingaskuld                                                               
Heildartekjur                          4.064   4.273   -5%   8.187   8.614   -5%
Tjón tímabilsins                      -2.723  -2.529    8%  -5.415  -5.145    5%
Eigin tjón                            -2.684  -2.514    7%  -5.419  -5.134    6%
Rekstrarkostnaður                       -922    -873    6%  -1.914  -1.770    8%
Afskrift óefnislegra eigna                 0    -116             0    -231      
Heildargjöld                          -3.606  -3.503    3%  -7.333  -7.135    3%
Afkoma fyrir skatta                      458     770  -40%     854   1.478  -42%
Afkoma eftir skatta                      286     756  -62%     709   1.380  -49%
Tjónahlutfall                            74%     72%           74%     74%      
Endurtryggingahlutfall                    4%      5%            5%      5%      
Kostnaðarhlutfall                        24%     24%           25%     24%      
Samsett hlutfall                        102%    101%          104%    103%      
Ávöxtun eigin fjár                        7%     30%            9%     24%      
Hagnaður á hlut                         0,18    0,47          0,46    0,87      



                       6M 2016    2015
Verðbréf                34.403  33.785
Viðskiptakröfur          5.827   4.078
Handbært fé              1.211   1.385
Heildareignir           43.413  41.435
Eigið fé                16.197  16.291
Eiginfjárhlutfall        37,3%   34,3%
Gjaldþolshlutfall SII     1,93    1,49

Fjárhæðir eru í milljónum króna



Kynningarfundur 26. ágúst kl. 8:30
Sjóvá býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á öðrum ársfjórðungi
2016 föstudaginn 26. ágúst kl. 8:30 í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6.
hæð. Hermann Björnsson forstjóri mun kynna uppgjörið og svara spurningum. Hægt
er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum á vefslóðinni
www.sjova.is/afkomukynningar 

Nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar veitir Þórður Pálsson í síma 440-2000 eða
fjarfestar@sjova.is.