2014-11-05 17:25:00 CET

2014-11-05 17:25:17 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Ársreikningur

Fjarskipti hf. : Besta EBITDA ársfjórðungsniðurstaða í sögu félagsins


Árshlutareikningur Fjarskipta hf. fyrir 3. ársfjórðung 2014 var staðfestur af
stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 5. nóvember 2014.

  * EBITDA hagnaður ársfjórðungsins jókst um 4% og nam 1.023 m.kr. Þetta er í
 fyrsta skipti sem EBITDA hagnaður félagsins fer yfir milljarð króna á fjórðungi
og þar með sá mesti í sögu félagsins
  * Góð EBITDA niðurstaða skýrist einkum af markvissum kostnaðaraðgerðum og
góðri tekjustýringu
  * Framlegð jókst um 7% á tímabilinu -  8% aukning á fyrstu níu mánuðum ársins
  * Kostnaðarverð lækkaði um 10% á ársfjórðungnum - lækkun 5% á fyrstu níu
mánuðuðum ársins
  * Tekjur drógust saman um 2% á fjórðungnum - tekjuaukning á fyrstu níu mánuðum
ársins 1%
  * Rekstrarkostnaður er 6% hærri en árið áður -  öðru fremur vegna hærri
fjárfestinga á fjórðungnum og innri kostnaðar sem fellur mismunandi til á milli
fjórðunga
  * Hagnaður eftir skatta nam 476 m.kr. á ársfjórðungnum, jókst um 15%, og hefur
einnig ekki verið hærri á fjórðungi. Hagnaðaraukning eftir skatta á fyrstu níu
mánuðum ársins 821 m.kr. eða 27%
  * Eiginfjárhlutfall er nú 53% og hefur aldrei verið sterkara

Stefán Sigurðsson, forstjóri:"Niðurstaða þriðja ársfjórðungs Fjarskipta er ánægjuleg. EBITDA-hagnaður
félagsins fór í fyrsta skipti yfir milljarð á ársfjórðungi og hefur aldrei verið
meiri í sögu félagsins. Góð niðurstaða skýrist helst af markvissum
kostnaðaraðgerðum og tekjustýringu. Tekjur voru stöðugar en á sama tíma tókst
með markvissum aðgerðum að lækka kostnaðaverð sem bætir framlegð umtalsvert.
Hagnaður er einnig að aukast samhliða lægri afskriftum og sterkari efnahag
félagsins og hefur sömuleiðis aldrei verið betri.

Mörg mikilvæg skref voru stigin í lykilverkefnum félagsins á tímabilinu.
Fjárfestingar halda áfram að byggja undir öfluga þjónustu Vodafone.
Háhraðaþjónustusvæði félagsins stækkar áfram með fjölgun 3G og 4G senda um allt
land, einnig á haf út til sjófarenda, sem þegar er farið að skila sér í fjölgun
viðskiptavina í sjávarútvegi. Uppbygging endurbætts sjónvarps- og dreifikerfis
er vel á veg komin og á áætlun. Nýtt dreifikerfi mun gefa tugþúsundum áhorfenda
kost á stóraukinni sjónvarpsþjónustu. Þá opnaði endurbætt verslun Vodafone á
Akureyri formlega á dögunum, sú fyrsta hér á landi samkvæmt nýrri forskrift
Vodafone Global. Á ársfjórðungnum var jafnframt lögð lokahönd á nýja stefnu
fyrir félagið auk þess sem áfram var unnið að styrkingu innviða og öryggismála.
Allt framangreint eru mikilvæg verkefni sem styrkja félagið til framtíðar."


[HUG#1868982]