2009-04-24 19:31:57 CEST

2009-04-24 19:33:00 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Icelandair Group hf. - Fyrirtækjafréttir

CORRECTION: - Rekstur og fjármögnun Icelandair Group


Leiðrétting: Fyrirsögn vantaði í fyrri tilkynningu

Rekstur Icelandair Group samstæðunnar gekk betur á fyrsta ársfjórðungi 2009 en
áætlanir félagsins sögðu til um.  Munar þar mestu um að afkoma stærstu
félaganna í samstæðunni, Icelandair og Travel Service, var talsvert umfram
væntingar og hefur Icelandair ekki skilað jafn góðri rekstrarniðurstöðu á
fyrsta ársfjórðungi fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) frá
stofnun félagsins í núverandi mynd eða frá árinu 2002.  Jafnframt hefur
sjóðstreymi frá rekstri samstæðunnar verið sterkara en gert var ráð fyrir og
hefur félagið ekki þurft á viðbótarlánveitingum frá viðskiptabanka sínum að
halda á árinu eins útlit var fyrir í upphafi þess. 

Allt frá því að Icelandair Group var skráð á markað á seinni hluta ársins 2006
hefur vægi skammtímaskulda í efnahagsreikningi verið of hátt og hafa
lykilkennitölur efnhagsreiknings félagsins lítið breyst frá árslokum 2006.  
Eins og fram kom í tilkynningu frá félaginu þann 26. janúar sl. voru víxlar að
fjárhæð 2,5 milljarðar endurfjármagnaðir til skamms tíma eða þriggja mánaða. 
Frá þeim tíma hefur félagið unnið náið með viðskiptabanka sínum að
endurskipulagningu á fjármagnsskipan og hefur sú vinna gengið vel.  Markmið
vinnunnar er að aðlaga greiðslubyrði að því sjóðstreymi sem rekstur félagsins
skilar til lengri tíma.  Gert er ráð fyrir að vinnunni ljúki á næstu vikum og
hefur verið gengið frá framlengingu á framangreindum 2,5 milljörðum til
samræmis við áætluð verklok. 

Frekari upplýsingar veita:
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group 		sími: +354 896-1455
Bogi Nils Bogason, frkstjóri fjármála Icelandair Group	         sími: +354
665-8801