2024-05-30 10:00:00 CEST

2024-05-30 10:00:00 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Oculis Holding AG - Niðurstöður hluthafafundar

Oculis birtir niðurstöður aðalfundar 2024 og tilkynnir um skipanir í stjórn og vísindaráð


ZUG, Sviss, May 30, 2024 (GLOBE NEWSWIRE) --

  • Hluthafar samþykktu alla dagskrárliði og tillögur stjórnar
  • Robert K. Warner M.B.A. og Arshad M. Khanani M.D. M.A. FASRS kjörnir í stjórn
  • Baruch D. Kuppermann M.D. Ph.D. og Frank G. Holz M.D. Ph.D. skipaðir sem meðlimir vísindaráðs
  • Lánssamningur við BlackRock veitir félaginu aðgang að CHF 50 milljón sveigjanlegri lánafyrirgreiðslu

Oculis Holding AG (Nasdaq: OCS; XICE: OCS) („Oculis“ eða „félagið“), alþjóðlegt líftæknifyrirtæki  sem hefur það að markmiði að þróa augnlyf sem bæta sjón í alvarlegum augnsjúkdómum, tilkynnti í dag niðurstöður aðalfundar 2024 sem haldinn var 29. maí 2024 á Ochsen-Zug, Kolinplatz 11, CH-6300 Zug, Sviss, klukkan 15:30 CEST / 13:30 GMT, sem og skipan tveggja nýrra meðlima í vísindaráð félagsins. Þá skrifaði félagið undir lánssamning sem veitir félaginu aðgang að CHF 50 milljón sveigjanlegri lánafyrirgreiðslu.

Niðurstöður aðalfundar

Hluthafar félagsins samþykktu alla dagskrárliði, þar á meðal kjör nýrra meðlima í stjórn félagsins. Fyrir frekari upplýsingar um nýkjörna meðlimi stjórnar og vísindaráðs er vísað til enskrar útgáfu tilkynningarinnar.

Hluthafar samþykktu ársskýrslu 2023, þar á meðal lögbundna ársreikninga fyrir 2023 og samstæðureikninga 2023. Tap rekstarársins sem endaði 31. desember 2023 nam CHF 41,396,417.34 og vísað er til ársreiknings varðandi jöfnun taps.

Hluthafar félagsins samþykktu og staðfestu aðgerðir og ákvarðanir stjórnar og framkvæmdastjórnar fyrir árið 2023.

Anthony Rosenberg var endurkjörinn sem formaður stjórnar. Christina Ackermann, Lionel Carnot, Martijn Kleijwegt, Geraldine O’Keeffe og Riad Sherif voru endurkjörin sem meðstjórnendur. Robert K. Warner og Arshad M. Khanani voru nýkjörnir meðstjórnendur. Christina Ackermann og Lionel Carnot voru endurkjörin og Robert K. Warner var kjörinn sem meðlimir starfskjaranefndar. PricewaterhouseCoopers SA (Pully) voru endurkjörin sem endurskoðendur félagsins. PST Legal AG (Zug) var kjörið sem óháður umboðsaðili (e. Independent Proxy).

Hluthafar samþykktu starfskjör stjórnar og framkvæmdastjórnar líkt og nánar er greint frá í enskri útgáfu tilkynningarinnar ásamt því að veita óskuldbindandi álit á starfskjaraskýrslu ársins 2023.  

Hluthafar samþykktu heimild til hlutafjárhækkunar (e. Capital Band) sem nemur 22'721'850 hlutum og viðeigandi breytingu á málsgreinum 1 til 3 og málsgrein 5 í grein 3a í samþykktum félagsins í þeirri mynd sem birt er á vefsíðu félagsins á https://investors.oculis.com/corporate-governance.

Hluthafar samþykktu skilyrta heimild til útgáfu á hlutafé fyrir skuldabréf og sambærileg skuldaskjöl að hámarki CHF 67'500.00 með útgáfu 6'750'000 skráðra hluta og tilheyrandi breytingu á málsgreinum 1 og 2 í grein 3b í samþykktum félagsins í þeirri mynd sem birt var á vefsíðu félagsins á https://investors.oculis.com/corporate-governance.

Hluthafar samþykktu skilyrta heimild til útgáfu á hlutafé fyrir starfsmenn og einstaklinga í sambærilegum stöðum að hámarki CHF 95'663.02 með útgáfu 9'566'302 skráðra hluta og tilheyrandi breytingu á grein 3c, málsgrein 1 í samþykktum félagsins í þeirri mynd sem birt er á vefsíðu félagsins á https://investors.oculis.com/corporate-governance.

Riad Sherif M.D., forstjóri Oculis, sagði: „Ég vil þakka öllum starfsmönnum, fjárfestum og samstarfsaðilum okkar fyrir stuðning þeirra. Ég er stoltur að tilkynna um nýja meðlimi í stjórn og vísindaráði á þessum spennandi tímum fyrir félagið. Við erum fullviss um að gífurleg sérfræðiþekking og reynsla þessara einstaklinga muni stuðla að langtímaárangri Oculis við þróun augnlyfja sem bæta sjón í alvarlegum augnsjúkdómum. Við hlökkum til væntanlegra áfanga á þessu ári, þar á meðal niðurstaðna á notkun licaminlimab (OCS-02) til meðhöndlunar á auknþurrki og OCS-05 til meðhöndlunar á sjóntaugabólgu,“

Lánssamningur

Þann 29. maí 2024 kom félagið á lánssamningi við BlackRock sem veitir félaginu aðgang að CHF 50 milljón sveigjanlegri lánafyrirgreiðslu. Ekki var dregið á lánssamninginn við undirritun. Viðeigandi samningar tengdir lánafyrirgreiðslunni verða skráðir hjá bandaríska verðbréfaeftirlitinu (SEC) á form 6-K skýrslu og verða aðgengilegir á vefsíðu félagsins á https://investors.oculis.com/sec-filings.

-ENDIR-

Um Oculis

Oculis er alþjóðlegt líftæknifyrirtæki (Nasdaq: OCS; XICE: OCS) sem hefur það að markmiði að þróa augnlyf sem bæta sjón í alvarlegum augnsjúkdómum. Í þróun hjá félaginu eru ný augnlyf sem geta haft byltingarkennd áhrif. Þar á meðal er OCS-01, augndropar byggðir á Optireach® tækni félagsins. Klínískar rannsóknir á OCS-01 hafa sýnt verulegan árangur í meðferð á sjónhimnubjúg í sykursýki og til meðhöndlunar á bólgu og verkjum eftir augnaðgerðir. Þá er félagið með OCS-02 í klíniskum prófunum en það eru augndropar sem innihalda TNF-hamlara líttæknilyf, sem verka gegn augnþurrki og bólgum í yfirborði augans. Loks má nefna OCS-05, sem bundnar eru vonir við að geti hjálpað til við meðhöndlun á hrörnun eða rýrnun taugavefs í auga sem tengist sjúkdómum svo sem sjóntaugabólgu, gláku, hrörnun í augnbotnum, sjónhimnusjúkdómi í sykursýki og hornhimnusjúkdómi vegna taugaskemmda. Höfuðstöðvar Oculis eru í Sviss og félagið er með starfsstöðvar í Bandaríkjunum og á Íslandi. Oculis stefnir að því að koma lyfjum á markað sem geta gjörbreytt og auðveldað meðhöndlun algengra augnsjúkdóma um allan heim. Stjórnendur Oculis hafa mikla reynslu á sviði lyfjaiðnaðar og hafa náð miklum árangri hver á sínu sviði. Þá standa leiðandi alþjóðlegir fjárfestingarsjóðir á sviði heilbrigðisvísinda að baki félaginu.

Frekari upplýsingar má finna á www.oculis.com.

Tengiliðir hjá Oculis

Sylvia Cheung, fjármálastjóri
sylvia.cheung@oculis.com

Investor & Media Relations

LifeSci Advisors
Corey Davis, Ph.D.
cdavis@lifesciadvisors.com
1-212-915-2577

Fyrirvarar

Þessi fréttatilkynning inniheldur staðhæfingar um atburði í framtíðinni (e. forward-looking statements) eins og hugtakið er skilgreint í bandarísku löggjöfinni Private Securities Litigation Reform Act of 1995, þar á meðal í tengslum við töku hlutabréfa í Oculis til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi og hvernig andvirði fjármögnunarinnar verði ráðstafað, tímasetningar og uppgjör fjármögnunarinnar, og möguleikar Oculis í tengslum við klínískar rannsóknir, þar á meðal rannsóknir á OCS-02 RELIEF Phase 2b, OCS-05 og upphaflegar niðurstöður. Þessar staðhæfingar um atburði í framtíðinni eru háðar fjölda áhættuþátta, óvissu og forsendum, þar á meðal þeim áhættuþáttum sem lýst er í skráningarlýsingu sem skráð hefur verið hjá SEC og öðrum þeim gögnum sem Oculis hefur skráð hjá SEC. Hver þeirra getur leitt til þess að þeir atburðir eða kringumstæður sem lýst er í staðhæfingum um atburði í framtíðinni kunna ekki að raungerast að því marki sem lýst er eða að nokkru leyti. Væntir fjárfestar skulu ekki reiða sig of mikið á slíkar staðhæfingar. Oculis ber ekki ábyrgð á að uppfæra slíkar staðhæfingar um atburði í framtíðinni nema annað leiði af lögum.