2016-01-12 10:13:35 CET

2016-01-12 10:13:35 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Arion Bank hf. - Fyrirtækjafréttir

Arion banki og Kaupþing ljúka samningum um fjármögnun


Arion banki hf. hefur undirritað samninga við Kaupþing ehf. sem kveða á um
útgáfu Arion banka á skuldabréfi að fjárhæð $747.481.000, eða um 97 milljarðar
króna. Skuldabréfið er gefið út innan EMTN-fjármögnunarramma Arion banka og er
til sjö ára, en er uppgreiðanlegt á vaxtagjalddögum fyrstu tvö árin.
Skuldabréfið ber fljótandi LIBOR vexti að viðbættu 2,6% álagi fyrstu tvö árin
og mun vaxtaálagið að þeim tíma liðnum taka mið af markaðskjörum. 

Skuldabréfið kemur til skuldajöfnunar á láni í erlendum myntum, sem Arion banki
var áður með hjá Seðlabanka Íslands en er nú í eigu Kaupþings, og innlána
Kaupþings hjá Arion banka í erlendum myntum. 

Útgáfa skuldabréfsins er liður í aðgerðum sem snúa að Kaupþingi og miða að
afnámi fjármagnshafta og tilkynnt var um af Fjármála- og efnahagsráðuneytinu 8.
júní 2015. 

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs
Arion banka, s: 856 7108, haraldur.eidsson@arionbanki.is.