2008-04-21 19:05:42 CEST

2008-04-21 19:06:42 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Glitnir banki hf. - Fyrirtækjafréttir

S&P breytir langtímalánshæfiseinkunn Glitnis



Skammtímaeinkunn bankans staðfest
 
Reykjavík 21. Apríl, 2008 - Lánshæfismatsfyrirtækið Standard og
Poor's tilkynnti í dag að það hafi breytt langtíma
lánshæfismatseinkunn Glitnis úr A- í BBB+, með neikvæðum horfum. Á
sama tíma staðfesti S&P skammtímaeinkunn bankans A-2. Glitnir er eini
bankinn á Íslandi sem er metin af S&P.
 
„Þessi niðurstaða S&P endurspeglar fyrst og fremst þann óróleika  sem
ríkir alþjóðlegum  fjármálamörkuðum og  þeirrar óvissu  sem gætir  um
þróun íslensks  efnahagslífs  á  næstu  misserum,"  segir  Ingvar  H.
Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Glitnis. „Vegna viðvarandi
óvissu á fjármálamörkuðum  hafa lánshæfismatsfyrirtæki almennt  verið
að endurskoða afstöðu  sína til banka  og fjármálafyrirtækja víða  um
heim. Glitnir  er í  sterkri stöðu  með stöðugan  rekstur og  trausta
lausafjárstöðu."
 
Tilkynningin S&P er í viðhengi.
Glitnir birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2008 þann 7. maí n.k.
 
Nánari upplýsingar veitar:
Ingvar H. Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar, sími 440 4665,
farsími 844 4665, netfang: ingvar.ragnarsson@glitnir.is.
 
Vala Pálsdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla, sími 440 4989,
farsími 844 4989, netfang: vala.palsdottir@glitnir.is.

S&P announcement