2010-10-29 14:06:46 CEST

2010-10-29 14:07:47 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjaneshöfn - Fyrirtækjafréttir

Upplýsingafundur 3. nóvember 2010 kl. 10.00 á Hilton Reykjavík Nordica


Reykjaneshöfn boðar til upplýsingafundar þann 3. nóvember 2010 kl. 10.00 á
Hilton Reykjavík Nordica, samanber meðfylgjandi fundarboð. 

Aðgangur er heimill lánveitendum Reykjaneshafnar og eigendum verðbréfa sem
útgefin eru af Reykjaneshöfn. 

Nánari upplýsingar veitir Pétur Jóhannsson í síma 420 3222.


Til allra lánveitenda Reykjaneshafnar og eigenda verðbréfa sem útgefin eru af
Reykjaneshöfn 


Efni: Fundarboð

Boðað er til fundar með lánveitendum Reykjaneshafnar þann 3. nóvember 2010,
klukkan 10:00 á Hilton Reykjavík Nordica, ráðstefnusal D. Tilgangur fundarins
er að upplýsa lánveitendur um aðdraganda og orsakir þeirra greiðsluerfiðleika
sem Reykjaneshöfn er í, fara yfir þá stöðu sem myndast hefur og væntingar til
framtíðar miðað við óbreytta stefnu. Jafnframt mun Reykjaneshöfn leggja fyrir
lánveitendur tillögu sem snýr að því að skapa svigrúm fyrir stofnunina til að
marka nýja stefnu sem tryggir fullar heimtur fyrir lánadrottna. 

Megin atriði tillögunar eru sem hér segir:

•  Engar greiðslur vaxta eða afborgana fyrr en 1. maí, 2011

•  Yfirstandandi fjárfestingaverkefni verða stöðvuð og engin ný verkefni sett í
   gang 

•  Skilmálabreytingar allra skuldabréfa, lánasamninga og útistandandi víxla þar
   sem gjaldföllnum greiðslum vaxta og afborgana ásamt dráttarvöxtum til
   18. nóvember er bætt við höfuðstól 

•  Nauðsynlegt er að allir kröfuhafar samþykki tillöguna formlega

•  Reykjaneshöfn skuldbindur sig til að halda kröfuhöfum upplýstum um framvindu
   sinna mála 

Dagskrá fundarins er sem hér segir:
10:00	Fundarsetning 					
10:15	Kynning á fjármálum; staðan og væntingar		
10:45	Tillaga til lánveitenda; kynning			
11:00	Umræður
11:30	Ferlið framundan					
11:45	Fundarslit					

Reykjaneshöfn hefur ráðið Capacent Fjárfestingaráðgjöf (CF) sem ráðgjafa sinn í
þessu ferli. CF er fjármálafyrirtæki sem starfar samkvæmt starfsleyfi frá
Fjármálaeftirlitinu.