2015-12-10 12:32:35 CET

2015-12-10 12:32:35 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
RARIK ohf. - Fyrirtækjafréttir

Niðurstaða skuldabréfaútboðs - RARIK 1512 35


Þann 9. desember 2015 hélt RARIK ohf. útboð á nýjum skuldabréfaflokki með
auðkennið RARIK 1512 35 og var stefnt að útgáfu allt að 7.000.000.000 króna að
nafnvirði. Uppgjör viðskipta fer fram þriðjudaginn 15. desember  2015. 

Heildareftirspurn í útboðinu var góð en alls bárust tilboð að nafnvirði
10.620.000.000 króna. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 7.660.000.000,-
króna á ávöxtunarkröfunni 3,25%. 

Skuldabréfaflokkurinn RARIK 1512 35 verður gefinn út rafrænt hjá Nasdaq
Verðbréfamiðstöð hf. þriðjudaginn 15. desember 2015. Skuldabréfin eru til 20
ára og eru með jöfnum afborgunum, verðtryggð með vísitölu neysluverðs. 

Í samræmi við skilmála verða skuldabréfin tekin til viðskipta á aðalmarkaði
Nasdaq Iceland hf. fyrir 14. júní 2016. 

Íslandsbanki hefur umsjón með útgáfu og útboði skuldabréfanna.



Nánari upplýsingar veitir:

Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri

Sími: 528-9000