2015-03-19 14:57:45 CET

2015-03-19 14:58:46 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
HS Veitur hf. - Fyrirtækjafréttir

HS Veitur hf. ganga frá kaupum á eigin hlutabréfum og færa niður hlutafé


Á aðalfundi HS Veitna 18. mars var, eins og kynnt hefur verið, gengið frá
kaupum á eigin hlutabréfum að nafnvirði kr. 262.129.000 og kaupvirði kr.
2.000.000.000. Aðalfundur samþykkti í framhaldinu að færa niður hlutafé
fyrirtækisins um sömu upphæð þannig að nafnverð hlutafjár fyrirtækisins lækkar
úr kr. 1.336.429.000 í kr. 1.074.300.000. 

Til þess að fjármagna miklar áætlaðar fjárfestingar næstu tvö ár og ofangreind
hlutabréfakaup hafa HS Veitur, eins og fram hefur komið, gefið út nýjan
skuldabréfaflokk HSVE 15 01, að fjárhæð kr. 2.500.000.000 að nafnvirði.
Skuldabréfin voru seld í lokuðu útboði á ávöxtunarkröfunni 3,40%. Vísað er til
fyrri tilkynningar varðandi nánari upplýsingar um útgáfuna. 

H.F. Verðbréf hf. hafði umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna og töku þeirra
til viðskipta. Eftirlitsaðili skuldabréfaflokksins HSVE 15 01 er Deloitte ehf.
eins og fyrir HSVE 13 01. Fjármálaráðgjöf Deloitte aðstoðaði HS Veitur hf. við
undirbúning fjármögnunarinnar. 



Nánari upplýsingar veitir:
Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna hf.
Sími: 860 5208