2010-08-23 18:14:44 CEST

2010-08-23 18:15:43 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Eyrir Invest ehf. - Ársreikningur

Afkoma Eyris Invest H1 2010


Fréttatilkynning - Afkoma Eyris Invest ehf. H1 2010	 


Hagnaður að fjárhæð 3,2 milljónir evra var af rekstri Eyris Invest á fyrri
hluta ársins 2010. Eigið fé 30. júní 2010 er 160 milljónir evra. 

• Eigið fé er 160 milljónir evra og eiginfjárhlutfall 38%.

• Laust fé og aðrar bankainnistæður nema 34 milljónum evra.

• Kjölfestueignarhlutir Eyris í Marel og Össuri eru færðir samkvæmt
  hlutdeildaraðferð. Bæði félögin eru skráð á Nasdaq OMX Nordic. Ef stuðst er
  við markaðsvirði eigna í stað hlutdeildaraðferðar reiknast eiginfjárhlutfall
  nú rétt rúmlega 40%.
• Horfur í rekstri Marels, Össurar og Stork eru góðar. Félögin eru með sterkt
  sjóðstreymi, trausta fjárhagsstöðu og hafa einnig styrkt samkeppnisstöðu sína
  enn frekar undanfarin ár. Fjármögnun þeirra eru í takt við alþjóðleg viðmið og
  eru nettó skuldir þeirra á bilinu 2-4x EBITDA. 

Starfrækslumynt Eyris Invest frá 1. janúar 2009 er evra. Kjölfestueignir Eyris
Invest eru í þremur leiðandi iðnfyrirtækjum; Marel, Össur og Stork. Að auki
fjárfestir Eyrir Invest í ýmsum sprotafyrirtækjum og styður þau til vaxtar. 

Eyrir Invest var stofnað 8. júní árið 2000 og fagnar því 10 ára afmæli sínu á
árinu. Innra virði hlutabréfa reiknast í dag 15,9 evrucent á móti stofnverði
1,4 evrucent. Á sama tíma hefur MSCI heimsvísitala hlutabréfa að meðaltali
lækkað um 5% árlega mælt í evrum, eða samtals um 41%. 

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri:
„Við erum ánægð með góðan rekstur hjá Marel, Össuri og Stork á fyrri hluta
þessa árs. Stjórnendur og starfsmenn kjölfestueigna okkar hafa sýnt mikinn
styrk og sveigjanleika á erfiðum tímum. 

Við erum þakklát fyrir það traust sem fjármálastofnanir og fjárfestar hafa sýnt
okkur. Eyrir hefur ávallt lagt mikla áherslu á skýra stefnu, gagnsæi í rekstri
og langtíma fjármögnun hvort sem um er að ræða hjá félaginu sjálfu eða hjá
kjölfestueignum okkar. 

Marel, Össur og Stork hafa undanfarin ár skilað sterku sjóðstreymi án þess að
draga úr fjárfestingum í rannsóknum og þróun og frekari markaðsaðgangi á
heimsvísu. Með sterka markaðsstöðu á vaxandi mörkuðum og góða fjármögnun geta
þau skapað mikið hluthafavirði á næstu árum.“ 

„Kaupa og styðja til vaxtar“ stefna Eyris
Kjölfestueignir Eyris Invest eru 32% hlutur í Marel, 15% hlutur í Össur og 17%
hlutur í hollenska iðnaðarfyrirtækinu Stork, sem stendur í dag á tveimur
leggjum; Stork Technical Services og Fokker Aerospace. 

Eyrir hefur verið hluthafi í Marel og Össur síðan árið 2004 og í Stork síðan
árið 2006.  Félögin hafa á undanförnum árum þróast úr því að vera tæknilega
fremst í það að vera jafnframt markaðsleiðandi, hvert á sínu sviði. 
Markaðsstaða og fjárhagsstyrkur fyrirtækjanna setur þau í góða stöðu til að
skapa virði á næstu árum.  Á árinu seldi Eyrir Invest 16,9 milljón hluti í
Össuri, en er eftir sem áður annar stærsti hluthafi félagsins með ríflega 15%
hlut. 

Að auki fjárfestir Eyrir Invest í ýmsum sprotafyrirtækjum og styður þau til
vaxtar. Á árinu seldi Eyrir 25% hlut sinn í Caldiris til Sabre Holdings sem
keypti öll útgefin hlutabréf í Caldiris. Calidris þróar og markaðssetur
hugbúnað til tekjustýringar hjá flugfélögum víða um heim. 

Marel og Össur eru stærstu skráðu félögin á Íslandi 
Marel og Össur eru stærstu skráðu félögin á Nasdaq OMX Íslandi auk þess sem
hlutabréf Össurar eru skráð í Kaupmannahöfn.  Félögin eru einnig meðal stærstu
útflutningsfyrirtækja á landinu. 

• Hlutabréfaverð í Marel hefur hækkað um 72% á árinu, reiknað í evrum. Á
  síðastliðnu ári réðst Marel í hlutabréfaútgáfur sem hafa til viðbótar við gott
  sjóðstreymi og sölu á eignum utan kjarnastarfsemi styrkt fjárhagsstöðu
  félagsins verulega. Marel hefur einnig á árinu aukið sölu og skilað góðum
  rekstrarhagnaði.
• Össur tvíhliða skráði hlutabréf sín á Nasdaq OMX Kaupmannahöfn í þriðja
  ársfjórðungi 2009. Hlutabréfaverð Össurar hefur hækkað um 36% á árinu reiknað
  í bandaríkjadal. Össur hefur á árinu skilað söluaukningu og góðri afkomu. 

Eignarhlutir Eyris Invest í Marel og Össuri eru færðir samkvæmt
hlutdeildaraðferð. Ef stuðst er við markaðsvirði eigna í stað
hlutdeildaraðferðar reiknast eiginfjárhlutfall nú rétt rúmlega 40% samanborið
við 38% í árshlutauppgjöri Eyris þann 30. júni 2010. 

Horfur
Áfram er búist er við vexti umfram hagvöxt í þeim atvinnugreinum sem
kjölfestueignir Eyris eru staðsettar. Markaðsstaða og fjárhagsstyrkur
fyrirtækjanna setur þau í góða stöðu til að njóta þess vaxtar. 

Frekari upplýsingar veitir

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest ehf.

Sími: 525-0200
www.eyrir.is