2015-08-27 18:09:23 CEST

2015-08-27 18:10:24 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Hampiðjan hf. - Interim information (is)

Sex mánaða árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar 2015


Sex mánaða árshlutareikningur 2015

Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga.

  -- Rekstrartekjur jukust um 12,5% og voru 29,6 m€ (26,4 m€).
  -- Hagnaður fyrir fjárliði (EBITDA) var 4,7 m€ (3,2 m€).
  -- Hlutdeild í afkomu HB Granda var 1,9 m€ til tekna (0,9 m€ til tekna).
  -- Hagnaður tímabilsins var 5,4 m€ (2,6 m€).
  -- Heildareignir voru 98,0 m€ (95,1 m€ í lok 2014).
  -- Vaxtaberandi skuldir voru 
21,6 m€ (22,8 m€ í lok 2014).
  -- Eiginfjárhlutfall var 67% (66% í lok 2014).

Rekstur

Rekstrartekjur samstæðunnar voru 29,6 m€ og jukust um 12,5% frá fyrstu sex
mánuðum fyrra árs.  Sala jókst hjá öllum félögum samstæðunnar að Hampidjan
Canada undanskildu en þar var lítilsháttar samdráttur. 

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga
var 12,5% af rekstrartekjum eða 3,7 m€ en var 8,5% fyrir sama tímabil á fyrra
ári eða 2,2 m€. 

Fjármunatekjur ásamt hlutdeild í hagnaði HB Granda, að frádregnum
fjármagnsgjöldum, voru 1,9 m€ til tekna en var 0,6 m€ til tekna fyrstu sex
mánuðina á fyrra ári. 

Hagnaður tímabilsins var 5,4 m€ en var 2,6 m€ sama tímabil fyrra árs.

Efnahagur

Heildareignir voru 98,0 m€ í lok tímabilsins.  Eigið fé nam 65,8 m€,  en af
þeirri upphæð eru 8,3 m€ hlutdeild minnihluta í eigin fé Swan Net Gundry á
Írlandi, Fjarðaneta á Íslandi, Nordsötrawl í Danmörku og Swan net USA. 
Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin, var í lok júní 67%
af heildareignum samstæðunnar. 

Vaxtaberandi skuldir námu í árslok 21,6 milljónum en skuldirnar í byrjun árs
voru 22,8 m€. 





Hjörtur Erlendsson, forstjóri:

„Salan fyrri hluta þessa árs hefur verið mjög góð og framar vonum á öllum
mörkuðum nema Kanada þar sem minnkandi rækjukvóti dró örlítið úr sölunni miðað
við síðasta ár. Fyrri hluti síðasta árs var frekar erfiður og sala almennt
minni en búist var við en úr rættist þegar leið fram á haustið og sú aukning
hefur haldist fram að þessu sumri.  Rekstrarhagnaður, fyrir fjármagnsliði og
hlutdeild í ágætum hagnaði HB Granda, var umtalsvert hærri en fyrir sama
tímabil síðasta árs.“ 




Árshlutareikningurinn er á heimasíðu Hampiðjunnar hf.,  www.hampidjan.is.