2016-06-28 18:04:15 CEST

2016-06-28 18:04:15 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Framlenging og endurfjármögnun skuldabréfs


Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur náð samkomulagi við eiganda skuldabréfsins OR
12 2016 um framlengingu og endurfjármögnun skuldabréfsins að hluta. 

Uppreiknuð staða OR 12 2016 þann 29. júní 2016 er kr. 4.581.607.537,- og er á
gjalddaga þann 14. desember 2016. Skuldabréfið verður greitt upp sem nemur kr.
2.636.619.337,-. Á móti uppgreiðslunni gefur OR út kr. 2.701.724.833,- að
nafnvirði í skuldabréfaflokknum OR090546 á ávöxtunarkröfunni 3,40%.
Eftirstöðvar  OR 12 2016 eftir samkomulagið verða greiddar til baka í fjórum
jöfnum afborgunum á 6 mánaða fresti, fyrst þann 14. júní 2017. 

Markaðsviðskipti Arctica Finance höfðu umsjón með viðskiptunum.

Nánari upplýsingar veita:

Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Fjármála OR, í síma 516-6100 eða netfanginu
ingvar.stefansson@or.is 

Daði Kristjánsson, markaðsviðskipti Arctica Finance, í síma 513-3333 eða
netfanginu dadi@arctica.is