2016-06-28 18:09:21 CEST

2016-06-28 18:09:21 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
REG3A fjármögnun - Fyrirtækjafréttir

REG3A fjármögnun : Breyting á undirliggjandi veðandlagi


Samkvæmt útgáfulýsingu skuldabréfaflokksins REG3A 14 1 er útgefanda flokksins,
REG3A fagfjárfestasjóði, kt. 431213-9900, heimilt að leyfa Reginn atvinnuhúsnæði
ehf., kt. 521009-1010, að skipta út eignum í undirliggjandi veðandlagi
lánssamnings milli útgefanda og Regins atvinnuhúshæðis. Jafnframt er heimilt að
losa reiðufé af veðsettum reikningi ef önnur veð koma í staðinn.

Þann  22. febrúar 2016 var tilkynnt  um að fasteignirnar  við Brúarvog 1-3, fnr.
230-9730 og  Rofabæ 39, fnr. 204-5264, báðar  í Reykjavík, hefði  verið skipt út
fyrir  aðrar eignir. Við þau skipti lagði Reginn atvinnuhúsnæði ehf. til annarra
fasteigna  sem höfðu umframvirði sem nam  um 34 m.kr. Þann 6. október 2015 hafði
Reginn atvinnuhúsnæði lagt til 42 m.kr. inn á veðsettan reikning vegna breytinga
á  veðandlagi. Reginn atvinnuhúsnæði hefur óskað  eftir því að losaðar verði 34
m.kr.  af hinum veðsetta reikning í samræmi við aukin veð sem félagið hafði áður
lagt til.

Í  samræmi við  skilmála útgáfulýsingar  REG3A 14 1, samþykkir  REG3A fjármögnun
ofangreinda beiðni.

Nánari upplýsingar veitir Þorkell Magnússon, forstöðumaður skuldabréfa, ALDA
sjóðir hf. í síma 510-1090.


[HUG#2023711]