2009-08-19 14:21:10 CEST

2009-08-19 14:22:11 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Exista hf. - Hluthafafundir

- Aðalfundur Exista haldinn 26. ágúst 2009


Aðalfundur Exista hf. verður haldinn miðvikudaginn 26. ágúst 2009 
í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 5. hæð, Reykjavík, 
og hefst fundurinn kl.10:00. 

Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2008. 
2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2008 ásamt skýrslu endurskoðenda lagður
   fram til staðfestingar. Ákvörðun um greiðslu arðs og jöfnun taps fyrir
   síðastliðið reikningsár. 
3. Tillaga um lækkun hlutafjár félagsins um 13.924.767.632 krónur að nafnverði
   til jöfnunar á tapi á grundvelli 1. tl. 2. mgr. 51. gr. laga nr. 2/1995 um
   hlutafélög. 
4. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins:
   a. Lagt er til að ákvæði 1. mgr. 4. gr. samþykkta félagsins verði breytt sem
      hér segir: 
      Hlutafé félagsins er 250.000.000 krónur að nafnverði, sem skiptist í
      einnar krónu hluti. Fylgir eitt atkvæði hverri krónu í hlutafé á
      hluthafafundi. 
      Hlutaféð er ekki flokkaskipt 
   b. Lagt er til að ákvæði 1. mgr. 15. gr. samþykkta félagsins verði breytt
      sem hér segir: 
      Stjórn félagsins skal skipuð þremur mönnum. Skulu þeir kosnir árlega á
      aðalfundi, til eins árs í senn. Jafnframt skal kjörinn einn maður til
      vara. Um hæfi stjórnarmanna fer að lögum. 
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning endurskoðunarfélags.
7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
8. Tillaga stjórnar um að samþykkja starfskjarastefnu Exista hf.
9. Önnur mál.

Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur
stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. 

Framboð til stjórnar félagsins skal berast skriflega til stjórnar eigi síðar en
fimm dögum fyrir aðalfund. 

Fundargögn verða afhent á aðalfundardegi frá kl. 09:30 á fundarstað.