2015-10-29 17:05:08 CET

2015-10-29 17:06:09 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Tryggingamiðstöðin hf. - Ársreikningur

Hagnaður TM á þriðja ársfjórðungi 2015 nam 1,4 milljörðum króna.



                                                     Reykjavík, 29. október 2015



Á stjórnarfundi 29. október 2015 samþykkti stjórn og forstjóri TM uppgjör
félagsins vegna fyrstu níu mánaða ársins 2015. Árshlutareikningurinn hefur
hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins. 

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„Rekstrarniðurstaða fjórðungsins var mjög góð en hagnaður félagsins eftir
skatta á fjórðungnum var 1,4 milljarðar kr. og samsett hlutfall
vátryggingarekstrar var 85%. Afkomubatinn á þriðja ársfjórðungi fór verulega
fram úr væntingum enda ekki við því að búast að fjárfestingatekjur ríflega
tvöfaldist milli ára. Þá lækkaði samsetta hlutfallið mun meira en ráð var fyrir
gert. Uppgjör TM það sem af er ári sýna að sveiflur í vátryggingarekstri geta
verið miklar innan ársins.“ 

Helstu niðurstöður þriðja ársfjórðungs og fyrstu níu mánuði 2015 voru
eftirfarandi: 

--------------------------------------------------------------------------------
                          3F 2015  3F 2014  Breyting  9M 2015  9M 2014  Breyting
Eigin iðgjöld              3.380    2.893      17%     9.432    8.464      11%  
Fjárfestingatekjur         1.286     630      104%     2.774    1.719      61%  
Aðrar tekjur                 9        9        1%        29       30       -3%  
Heildartekjur              4.675    3.531      32%     12.235   10.213     20%  
--------------------------------------------------------------------------------
Eigin tjón                 -2.271   -2.201     3%      -7.595   -6.238     22%  
Rekstrarkostnaður          -687     -623       10%     -2.292   -2.162     6%   
Fjármagnsgjöld              -65      -15      342%     -137      -46      197%  
Virðisrýrnun útlána         -67      -63       7%       -55      -36       52%  
Heildargjöld               -3.090   -2.902     6%     -10.079   -8.482     19%  
--------------------------------------------------------------------------------
Hagnaður fyrir             1.585     630      152%     2.156    1.731      25%  
 tekjuskatt                                                                     
Tekjuskattur               -162     -103       58%     -180     -190       -5%  
Hagnaður                   1.422     527      170%     1.976    1.541      28%  
--------------------------------------------------------------------------------

Fjárhæðir eru í milljónum króna.

Enn neikvæð framlegð af vátryggingastarfsemi þrátt fyrir góðan fjórðung.

Lágt samsett hlutfall á þriðja fjórðungi skýrist af því að eigin iðgjöld aukast
um tæplega 490 milljónir kr. milli ára eða um 17%, á sama tíma og
tjónakostnaður vex einungis um 70 milljónir kr. eða um rúm 3%.
Iðgjaldavöxturinn er mestur í skipa-, eigna- og ökutækjatryggingum. Afkoma
einstakra greinaflokka á fjórðungnum var góð að undanskildum frjálsum
ökutækjatryggingum. Framlegð  greinaflokka það sem af er ári er hins vegar enn
neikvæð ef frá eru taldar eigna- og líftryggingar. 

Góð ávöxtun  fjárfestingaeigna á þriðja ársfjórðungi.

Fjárfestingatekjur voru tæplega 1,3 milljarðar kr. sem jafngildir um 4,9%
ávöxtun á fjárfestingaeignir félagsins á tímabilinu. Þessi góða afkoma skýrist
af miklum hækkunum á innlendum hlutabréfamarkaði sem og af endurmati óskráðra
eigna. Erlendir eignamarkaðir voru hins vegar óhagfelldir þar sem helstuerlendu hlutabréfavísitölur lækkuðu á bilinu 7-12%. Að auki styrktist íslenska
krónan á fjórðungnum gagnvart helstu myntum en framangreindir þættir höfðu um
300 milljóna kr. neikvæð áhrif á fjárfestingatekjurnar á fjórðungnum.
Fjárfestingatekjur á fyrstu níu mánuðum ársins voru tæpir 2,8 milljarðar kr.
sem jafngildir um 10,5% ávöxtun á tímabilinu eða 14,2% ávöxtun á ársgrundvelli. 

Lykiltölur þriðja ársfjórðungs og fyrstu níu mánuði  2015 voru eftirfarandi:

                           3F 2015  3F 2014  Breytin  9M 2015  9M 2014  Breyting
                                                g                               
--------------------------------------------------------------------------------
Hagnaður á hlut (kr.)       1,93     0,70     175%     2,67     2,04       31%  
Arðsemi eigin fjár (m.v.     57%      17%               21%      15%            
 12m)                                                                           
Eiginfjárhlutfall            36%      42%               36%      42%            
Handbært fé frá rekstri       -        -                436      774      -44%  
--------------------------------------------------------------------------------
Vátryggingastarfssemi                                                           
Tjónshlutfall                67%      76%               81%      74%            
Kostnaðarhlutfall            18%      19%               22%      22%            
Samsett hlutfall             85%      95%              102%      96%            
Hagnaður/tap                 641      162     296%      358      505      -29%  
Framlegð                     498      146     241%     -198      332     -160%  
--------------------------------------------------------------------------------
Fjárfestingar                                                                   
Ávöxtun fjáreigna           4,9%     2,4%              10,5%    6,8%            
Hagnaður/tap                 944      468     102%     1.799    1.226      47%  
--------------------------------------------------------------------------------

Fjárhæðir eru í milljónum króna.

Ný spá gerir ráð fyrir 2,5 - 2,7 milljarða kr. hagnaði fyrir skatta.

Eins og fram kom í afkomuviðvörun félagsins frá 26. október s.l. vænta
stjórnendur þess nú að hagnaður ársins verði á bilinu 2,5 - 2,7 milljarðar kr.
fyrir skatta.  Munar þar mestu um aukningu í fjárfestingatekjum. Óvissuþættir
varðandi nýja spá eru þróun á virði fjárfestingaeigna og tjónakostnaður á
fjórða fjórðungi sem hefur verið tjónaþungur á síðustu árum. 

Kynningarfundur 30. október 2015 kl. 8:30.

TM býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi
þann 30. október kl. 8:30. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24.
4. hæð. Þar mun Sigurður Viðarsson forstjóri kynna uppgjörið og svara
spurningum. Kynningin verður aðgengileg í fréttakerfi Kauphallar og á vef
félagsins við upphaf fundar. 

Mögulegt verður að fylgjast með beinni útsendingu af fundinum á vefnum á
slóðinni: 

https://global.gotomeeting.com/join/532375365

Fjárhagsdagatal

  -- Uppgjör 4. ársfjórðungs verður birt 12. febrúar 2016



Nánari upplýsingar:

Sigurður Viðarsson forstjóri

s: 515-2609

sigurdur@tm.is