2015-10-29 17:26:50 CET

2015-10-29 17:27:46 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Fyrirtækjafréttir

Fjarskipti hf. : Félag um samrekstur farsímakerfa Vodafone og Nova tekur til starfa 1. nóvember


Samningar Vodafone ("Fjarskipta hf.") og Nova ehf., um samrekstur á
farsímadreifikerfum félaganna, hafa tekist og tekur Sendafélagið ehf. formlega
til starfa 1. nóvember.  Mat á fjárhagslegum áhrifum samrekstrarins, sem kom
fram í tilkynningu Vodafone þann 19. ágúst síðastliðinn, stendur óbreytt.
Vodafone áætlar enn að rekstrarsparnaður vegna fækkunar á sameiginlegum
hýsingarstöðum verði samanlagt um 200 m.kr. sem skili sér að jöfnu til félaganna
á næstu þremur árum.  Þá metur Vodafone að möguleg hagkvæmni í fjárfestingum frá
árinu 2016 geti numið um 0,3% af veltu félagsins.

Vodafone mun þar að auki nýta þá möguleika sem í samrekstrinum felast til að
styrkja farsímaþjónustu til viðskiptavina félagsins.  Viðskiptavinir Vodafone
munu því njóta enn betri farsímaþjónustu samhliða þeim jákvæðu fjárhagslegu
áhrifum sem af samrekstrinum hljótast. 

[HUG#1962574]