2013-11-15 18:38:43 CET

2013-11-15 18:39:44 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs október 2013


Færri í vanskilum og meira selt af eignum

Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs fyrir október er komin út. Í skýrslunni er greint
frá því að heimilum í vanskilum við Íbúðalánasjóð fer enn fækkandi í
októbermánuði. Frá áramótum hefur heimilum í vanskilum við Íbúðalánasjóð fækkað
um tæp 15% eða um 690 heimili. Undirliggjandi lánavirði einstaklinga í
vanskilum, sem hlutfall af heildarlánavirði sjóðsins, heldur einnig áfram að
lækka. 

Frá áramótum til loka októbermánaðar hefur Íbúðalánasjóður selt 230 fasteignir,
sem er mun meira en þær 105 eignir sem sjóðurinn seldi á sama tímabili í fyrra.
Þá er búið að samþykkja kauptilboð í 79 eignir til viðbótar þeim 230 sem eru
seldar og vinna nú tilboðshafar að fjármögnun kaupanna. 

Af þeim 2.549 eignum sem Íbúðalánasjóður átti í lok október hefur 2.125 eignum
verið ráðstafað í leigu, sölumeðferð eða annað. Ríflega 400 eignir bíða frekari
greiningar, en flestar þeirra eru á svæðum þar sem nokkurt offramboð er af
eignum til sölu eða leigu.