2013-02-06 10:13:28 CET

2013-02-06 10:14:29 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Marel hf. - Ársreikningur

Leiðrétting - Marel kynnir afkomu ársins 2012 - Frétt birt 2013-02-05 18:58:01


Heilbrigður vöxtur við krefjandi markaðsaðstæður

Tekjur ársins 2012 námu 714,0 milljónum evra, sem er 6,8% aukning samanborið
við tekjur árið áður [2011: 668,4 milljónir evra]. 

  -- EBITDA var 86,0 milljónir evra, sem er 12,0% af tekjum samborið við 87,0
     milljónir evra árið 2011  [2011: 98,0 milljónir evra, leiðrétt].
[1]
  -- Rekstrarhagnaður (EBIT) var 61,1 milljón evra, sem er 8,6% af tekjum
     samborið við 62,2 milljónir evra árið 2011 [2011: 73,2 milljónir evra,
     leiðrétt].
[2]
  -- Hagnaður ársins 2012 nam 35,6 milljónum evra [2011: 34,5 milljónir evra].
     Hagnaður per hlut nam 4,88 evru sentum [2011: 4,70 evru sent á hlut].
  -- Sjóðstreymi er traust og nettó vaxtaberandi skuldir í lok árs námu
     243,2milljónum evra [2011: 250,5 milljónir evra].
  -- Pantanabók stóð í 125,4 milljónum evra í árslok 2012 [2011: 188,9 milljónir
     evra].

Góður vöxtur upp á 6.8%  á síðasta ári byggir á styrkleikum Marel, samþættingu
síðustu missera og þéttu sölu- og þjónustuneti um allan heim. Innri vöxtur í
kjarnastarfsemi Marel á síðustu fjórum árum var 29% við krefjandi
markaðsaðstæður. 

Tekjur ársins eru í samræmi við væntingar félagsins með 8,6% rekstarhagnað sem
þó er undir 10-12% langtíma markmiði  félagsins. Markaðir í Evrópu og
Bandaríkjunum  voru krefjandi þar sem tafir voru á pöntunum á stöðluðum vörum
sem gefa háa framlegð en á móti óx sala á stærri vinnslukerfum á nýmörkuðum
áfram. Þess er vænst að stærri verkefnin skili framtíðartekjum af stöðluðum
vörum og tengdri þjónustu . 

Theo Hoen, forstjóri:

„Heilbrigður 6,8% vöxtur er afrek við krefjandi markaðsaðstæður. Marel hefur
vaxið gríðarlega á síðustu fjórum árum. Við bjóðum stöðugt upp á nýjar vörur og
höfum styrkt okkar alþjóðlega sölu- og þjónustunet á sama tíma og við höfum
skapað eina heild með samþættingu margra félaga. 

Á síðasta ári var mikill vöxtur í fiskiðnaði hjá okkur og við sáum batamerki í
kjötiðnaði á síðasta ársfjórðungi. Við höldum stöðu okkar sem markaðsleiðtogi í
frekari vinnslu. Kjúklingamarkaðurinn er áfram meginstoðin í tekjuöflun Marel
og afkoman þar er umfram væntingar. 

Við gerum ráð fyrir hóflegum vexti árið 2013 að því gefnu að helstu markaðir
okkar rétti úr kútnum á seinni hluta ársins, sérstaklega Bandaríkin sem hafa
verið í lægð síðustu tvö árin. Við munum leggja áherslu á kostnaðaraðhald og
stöðlun vara til að auka arðsemina. Ef við horfum til lengri tíma þá er okkar
trú að stöðugt framboð af nýjum vörum, stöðluðum lausnum og þjónustu á öllum
mörkuðum muni skila sterkum innri vexti á næstu árum. Með aukinni sölu á
stöðluðum vörum og áherslu á hagkvæmni í rekstrinum gerum við ráð fyrir að ná
10-12% EBIT markmiði á seinni hluta ársins. ” 

Tekjudreifing Marel er áfram sterk. Almennt skiptast tekjurnar nokkuð jafnt í
þrennt: 1) stór vinnslukerfi, oft í nýjar verksmiðjur; 2) staðlaður
tækjabúnaður og minni vinnslukerfi; og 3) varahlutir og þjónusta. Á síðasta ári
var dreifingin hins vegar þannig að stór vinnslukerfi skiluðu um 40% tekna á
meðan staðlaðar vörur mynduðu minna en 25% teknanna, sem er lægri hlutdeild en
undanfarin tvö ár og því er framlegð ársins 2012 minni en áður. Meira en
helmingur tekna Marel stafar frá kjúklingageiranum, en þess eru skýr merki að
aðrir markaðir geti vaxið hraðar í framtíðinni. 

Á aðalfundi ársins 2013, sem haldinn verður 6. mars næstkomandi, mun stjórn
Marel leggja til að hluthafar fái greidd 0,97 evru sent í arð á hlut fyrir
rekstrarárið 2012 [2011: 0,95 evru sent á hlut]. Miðað við fjölda útistandandi
hluta nú nemur fyrirhuguð heildararðgreiðsla um 7,1 milljón evra, sem samsvarar
um 20% af hagnaði ársins. Arðgreiðslutillaga þessi er í samræmi við markmið um
fjármagnsskipan og arðgreiðslustefnu sem kynnt var á aðalfundi félagsins 2011. 

Verði tillagan samþykkt af hluthöfum félagsins, munu hlutabréf sem skipta um
hendur frá og með 7. mars 2013 (e. ex-date = arðleysisdagur) verða án
arðsréttinda og réttur hluthafa til arðgreiðslu verða miðaður við hlutaskrá
félagsins í lok viðskipta hinn 11. mars 2013 sem yrði arðsréttindadagur (e.
record date). Stjórn Marel leggur til að arður verði greiddur út hinn 5. apríl
2013 (e. payment date). 



Afkoma fjórða ársfjórðungs 2012

Góðar tekjur en lægri arðsemi

  -- Tekjur á fjórða ársfjórðungi 2012 námu  178,4 milljónum evra, sem er 3%
     samdráttur samanborið við sama tímabil fyrir ári [Q4 2011: 183,9 milljónir
     evra].
  -- EBITDA var 19,5milljónir evra, sem er 10,9% af tekjum [Q4 2011: 27,9
     milljónir evra].
  -- Rekstrarhagnaður (EBIT) var 13,6 milljónir evra, sem er 7,6% of tekjum [Q4
     2011: 21,6 milljónir evra].
  -- Hagnaður nam 7,1 milljón evra á fjórða ársfjórðungi 2012 [Q4 2011: 15,0
     milljónir evra].
  -- Handbært fé frá rekstri, fyrir fjármagnsliði og skatta, er áfram traust og
     nam 28,6 milljónum evra samanborið við 19,9 milljónir á fjórða ársfjórðungi
     2011.

Sterk markaðsstaða Marel og stöðugt framboð nýrra vara er undirstaða góðrar
tekjuöflunar Marel við krefjandi markaðsaðstæður á árinu 2012. Nýjar pantanir
námu 152,3 milljónum evra á fjórða ársfjórðungi [Q4 2011: 176,0 milljónir evra]
sem er aukning frá þriðja ársfjórðungi 2012.  Virði pantana nam 125,4 milljónum
evra í lok ársins samanborið við 188.9 milljónir evra í lok fyrra árs. 

Í desember 2012 gerði Marel samkomulag um breytta skilmála á langtímafjármögnun
félagsins frá nóvember 2010, sem fól í sér framlengingu á fjármögnun um eitt ár
eða til ársins 2016. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum náðist
þessi mikilvægi áfangi sem mun leiða til hagkvæmari fjármögnunar og lægri
fjármagnskostnaðar. 



Kynningarfundur 6. febrúar 2013

Marel boðar til kynningarfundar um afkomu félagsins miðvikudaginn 6. febrúar
kl. 8:30 í húsnæði félagsins að Austurhrauni 9, Garðabæ. Fundinum verður einnig
netvarpað: www.marel.com/webcast. 




Sjá fréttatilkynningu í fullri lengd í meðfylgjandi pdf-viðhengi.





[1]Án einskiptiskostnaðar vegna samninga um nýtt fyrirkomulag lífeyrissjóðsmála
sem nam 11 milljónum evra. 

[2]Sjá neðanmálsgrein 1.