2011-08-23 18:42:36 CEST

2011-08-23 18:43:36 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Lánasjóður sveitarfélaga - Ársreikningur

Lánasjóður sveitarfélaga ohf - 6 mánaða uppgjör 2011


Afkoma fyrstu 6 mánaða 2011

Hagnaður tímabilsins nam 519 milljónum króna miðað við 941 milljónir króna á
sama tíma árið 2010 og var í samræmi við væntingar sjóðsins. Lækkun hagnaðar
milli ára skýrist aðallega af gengisþróun evrunnar sem var sérstaklega hagstæð
sjóðnum á árinu 2010. 

Meginhlutverk sjóðsins er að tryggja sveitarfélögum, stofnunum þeirra og
fyrirtækjum lánsfé á hagstæðum kjörum. Útborguð langtímalán á tímabilinu námu
3.495 m.kr. samanborið við 2.014 m.kr. á sama tímabili í fyrra. 

Vegið eiginfjárhlutfall samkvæmt Basel II um eigið fé fjármálafyrirtækja er 51%
og lækkar úr 78% frá áramótum. Skýring lækkunarinnar felst í nýsettum reglum
FME nr. 378/2011 um breytingu á reglum nr. 215/2007, um eiginfjárkröfur og
áhættugrunn fjármálafyrirtækja, sem tóku gildi 13. apríl 2011.   Ef að
núverandi aðferð hefði verið beitt um áramót hefði reiknað eiginfjárhlutfall
(CAD) sjóðsins verið 48% í árslok 2010. 

Framtíðarhorfur

Aðstæður á lánsfjármörkuðum munu hafa úrslitaáhrif á möguleika sjóðsins til að
koma til móts við lánsfjárþörf sveitarfélaganna á árinu. Allt kapp verður lagt
á að tryggja lánshæfi sjóðsins og viðhalda því trausti sem fjárfestar hafa á
skuldbindingum hans. 

Lánasjóðurinn mun að öðru leyti starfa í meginatriðum líkt og undanfarin ár þar
sem stefnt hefur verið að eflingu á starfsemi hans og aukinni þjónustu við
sveitarfélögin með því að nýta gott lánstraust sjóðsins til að útvega
sveitarfélögunum lánsfé á hagstæðum kjörum. 



Opinn kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn miðvikudaginn 24. ágúst
2011 í starfsstöð sjóðsins, Borgartúni 30, 5 hæð. Óttar Guðjónsson
framkvæmdastjóri mun kynna afkomu og efnahag sjóðsins ásamt því að svara
spurningum. Kynningin hefst kl. 08:30. 

Nánari upplýsingar veitir: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, s. 515 4949.