2008-02-13 19:40:43 CET

2008-02-13 19:41:53 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Atorka Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Samkomulag á milli stærstu hluthafa í Geysir Green Energy um kaup á hlut FL Group


Um  er  að  ræða  43,1%  eignarhlut  og  er  heildarsöluverðið   10,5
milljarðar  króna.  Eftir  kaupin  verður  eignarhlutur  dótturfélags
Atorku Renewable Energy Resourses 43,8%, hlutur VKG Invest 10,8%, Bar
Holding 2%, Reykjanesbæjar 1% og hlutur Glacier Renewable Energy Fund
42,4% sem er  fjárfestingasjóður undir  stjórn Glitni sjóða  hf.   FL
Group leggur 18,4% hlut inn í Glacier Renewable Energy Fund.

Glacier Renewable Energy Fund er grænn fjárfestingasjóður sem  rekinn
er af Glitni sjóðum hf. og hefur að markmið að fjárfesta í  verkefnum
sem  tengjast  sjálfbærum  orkuverkefnum.    Núverandi   eignarhlutur
 Glitnis í Geysir  Green Energy verður  ennfremur vistaður í  Glacier
Renewable Energy Fund.   Eignarhlutur Glacier  Renewable Energy  Fund
eftir viðskiptin verður 42,4%.

Atorka hefur í gegnum  Renewable Energy Resources  aukið hlut sinn  í
Geysi Green Energy um 11,5% og er stærsti hluthafinn með 43,8% hlut í
félaginu. Kaupverð hlutarins  er 2,7 milljarðar  króna og eru  kaupin
fjármögnuð með  sölu  fjáreigna  og  hafa  viðskiptin  ekki  áhrif  á
lausafjárstöðu félagsins sem er sterk.

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku:
Við erum ánægð með að geta aukið við hlut okkar í Geysi Green  Energy
þar sem við  höfum mikla  trú á  félaginu og  sjáum fram  á mikið  af
tækifærum í jarðvarma. Framundan eru mikil verkefni á þessu sviði  og
staða Geysis og félaga í eigu þess sterk á alþjóðavísu.

Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs hjá Glitni:
Stofnun Glacier Renewable Energy Fund fellur vel að stefnu Glitnis og
sérhæfingu á  vistvænum orkuverkefnum. Við höfum fundið fyrir  miklum
áhuga meðal  fjárfesta til  að til  að fjárfesta  í þessum  spennandi
geira. Með  stofnun þessa  sjóðs erum  við   að  mæta þeim  áhuga  og
sameina þekkingu okkar á sviði eignastýringar og vistvænnar orku.

Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group:
Sala hlutar  okkar í  Geysi  er í  samræmi við  endurskipulagningu  á
eignasafni  okkar   hvað   varðar  fjárfestingar   sem   falla   utan
kjarnafjárfestinga. FL  Group  hefur  verið  leiðandi  í  uppbyggingu
Geysis sem náð hefur miklum árangri á skömmum tíma.

Framtíð Geysis er björt og við  treystum Glitni banka, Atorku og  VGK
Invest, sem búa að sérhæfðri  þekkingu á sviði umhverfisvænnar  orku,
fyllilega fyrir framtíð félagsins. FL  Group mun áfram hafa  hagsmuni
af Geysi Green Energy sem  kjölfestufjárfestir í Glitni banka.

Um Atorku Group
Atorka er  fjárfestingarfélag  sem styður  framsækin  fyrirtæki,  sem
njóta góðs af hnattrænni þróun, til leiðandi hlutverks á heimsvísu. Í
fjárfestingum sínum leggur Atorka áherslu á að rekstur  fyrirtækjanna
sé öflugur og hafi sterkt stjórnendateymi og að fyrirtækið starfi við
góð skilyrði til verulegs innri og ytri vaxtar. Gert er ráð fyrir  að
tímalengd verkefnanna  sé um  3-5 ár  og að  mikil tækifæri  séu  til
vaxtar og verðmætaaukningar.

Nánari upplýsingar veitir  Magnús Jónsson, forstjóri  Atorku Group  í
síma 540 6200 og Valdís Arnardóttir, kynningarstjóri í síma 840 6217