2017-03-24 14:59:40 CET

2017-03-24 14:59:40 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reitir fasteignafélag hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

REITIR: Ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar


Stjórn Reita hefur á grundvelli samþykktar aðalfundar félagsins þann 14. mars
2017 tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum og
er markmið áætlunarinnar að lækka útgefið hlutafé félagsins. Áætlað er að kaupa
allt að 15 milljónir hluta sem jafngildir 2,1% af útgefnu hlutafé, þó þannig að
fjárhæð endurkaupanna verði aldrei meiri en 1.500 milljónir kr. Framkvæmd
áætlunarinnar hefst næstkomandi mánudag, 27. mars 2017, og mun áætlunin vera í
gildi til aðalfundar ársins 2018. 

Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu
viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq á
Íslandi, hvort sem er hærra. Hámarksmagn hvers viðskiptadags er 628.954 hlutir
sem var fjórðungur meðalveltu febrúarmánaðar 2017. 

Endurkaupaáætlunin verður framkvæmd af Arctica Finance hf. sem tekur allar
viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð
félaginu. Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða
tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara
fram. 

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660
3320 og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.