2015-02-03 18:39:00 CET

2015-02-03 18:39:20 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Fyrirtækjafréttir

Fjarskipti hf. : Stefna vegna innbrots í tölvukerfi


Fjarskiptum hf. hefur borist stefna þar sem gerð er krafa um bætur vegna tjóns
sem einstaklingur telur sig hafa orðið fyrir vegna innbrotsþjófnaðar erlends
tölvuhakkara á heimasíðu Vodafone í nóvember 2013 og í kjölfarið dreifingu
þjófsins og annarra á hinum stolnu gögnum. Gerð er krafa um skaða- og miskabætur
að fjárhæð kr. 8.424.500., auk vaxta og málskostnaðar.

Fjarskipti hf. mun á næstunni kynna sér rökstuðning fyrir stefnunni og taka
afstöðu til hennar fyrir dómi. Í ljósi málavaxta telja Fjarskipti hf. þó
verulegan vafa leika á hvort skilyrði bótaskyldu séu fyrir hendi. Fjarskipti hf.
álítur jafnframt, telji dómstólar félagið yfirleitt bótaskylt, líklegt að dæmdar
fjárhæðir í þessu eða öðrum hliðstæðum málum, sem boðuð hafa verið, hafi í öllu
falli óveruleg áhrif á rekstur og efnahag félagsins. Við þetta mat er hliðsjón
höfð af óvissu um bótaskyldu sem og dómafordæmum um ákvörðun fjárhæðar
miskabóta, umfangi rekstrarins auk þess sem krafan kann að falla undir
tryggingaskilmála félagsins. Gerð verður grein fyrir þessari og mögulegum
frekari málshöfðunum í skýringum ársfjórðungsuppgjöra eða eftir því sem við
getur átt.








[HUG#1891499]