2011-01-07 17:28:46 CET

2011-01-07 17:29:44 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Icelandair Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Icelandair Group gerir saming um viðskiptavakt við Saga Fjárfestingarbanka



Icelandair Group hf (ICEAIR) hefur gert samning við Saga Fjárfestingarbanka um
viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum félagsins sem skráð eru í NASDAQ OMX
Nordic. Samningurinn tekur gildi frá og með 10. janúar og er hann ótímabundinn
en uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara. Tilgangur samningsins er að efla
viðskipti með hlutabréf ICEAIR í NASDAQ OMX Nordic í því skyni að markaðsverð
skapist á hlutabréfunum og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti. 

Saga Fjárfestingarbanki mun daglega setja fram, í eigin reikning, kaup- og
sölutilboð í hlutafé ICEAIR, að lágmarki kr. 1.000.000 að nafnvirði á gengi sem
Saga Fjárfestingarbanki ákveður í hvert skipti. Hámarksmunur á kaup- og
sölutilboðum skal ekki vera meiri en 1,5% og frávik frá síðasta viðskiptaverði
ekki meira en 3,0%. Tilboðin skulu endurnýjuð innan 15 mínútna eftir að þeim er
tekið að fullu. Hámarksfjárhæð viðskipta dag hvern sem Saga Fjárfestingarbanki
er skuldbundinn til að kaupa eða selja skal vera kr. 15.000.000,- að nafnvirði.