2009-06-30 14:00:11 CEST

2009-06-30 14:01:11 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Exista hf. - Fyrirtækjafréttir

- Úrskurður fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra


Exista hf. hefur í dag, þriðjudaginn 30. júní, borist úrskurður frá
fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra þess efnis að fyrirtækjaskrá telji tilkynningu
um hlutafjárhækkun Exista frá 8. desember 2008 ólögmæta og muni í framhaldinu
bakfæra tilkynninguna og lækka skráð hlutafé Exista hjá fyrirtækjaskrá niður í
þá fjárhæð sem áður var skráð hjá stofnuninni eða 14.174.767.632 hluti. 
Miðað við skráningu hlutafjár hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, að teknu
tilliti til fyrrnefnds úrskurðar, er BBR ehf., félag í eigu Ágústs og Lýðs
Guðmundssona, stærsti hluthafi Exista með 52% eignarhlut. Aðrir hluthafar
eiga um 5% eignarhlut eða minna í félaginu. 

Exista er ósammála úrskurði fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra enda liggur fyrir
að framangreind tilkynning var skráð án athugasemda hjá fyrirtækjaskrá
ríkisskattstjóra þann 8. desember 2008 og engar athugasemdir bárust félaginu
frá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra fyrr en meira en sex mánuðum eftir
framangreinda skráningu. Exista mun í framhaldi af úrskurði stofnunarinnar fara
yfir réttarstöðu sína og áskilur sér allan rétt í þeim efnum.