2009-04-08 00:23:13 CEST

2009-04-08 00:25:24 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Atorka Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Framlenging á kyrrstöðusamningi


Þann 25. mars sl. tilkynnti Atorka Group hf. (Atorka) um framlengingu á
kyrrstöðusamningi til 31. mars 2009.  Atorka hefur ásamt stærstu kröfuhöfunum
unnið að áframhaldandi framlengingu á kyrrstöðusamningnum, auk þess að ræða við
aðra lánardrottna um aðild að samningnum.  Í dag náðist samkomulag um að
framlengja kyrrstöðusamningnum til 30. apríl n.k.  Fram að þeim tíma mun Atorka
ásamt aðilum kyrrstöðusamningsins vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu
félagsins. 

Á bak við kyrrstöðusamninginn standa lánadrottnar sem eiga 98% af kröfum á
hendur félaginu. 

Nánari upplýsingar veitir Arnar Már Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
í síma 540-6200