2009-05-15 18:18:50 CEST

2009-05-15 18:19:31 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Árshlutareikningar

Árshlutareikningur Orkuveitu Reykjavíkur tímabilið 1.1. til 31.3. 2009



Afkoma Orkuveitu Reykjavíkur var jákvæð um 1,8 milljarða króna fyrstu
þrjá mánuði ársins  2009. Á sama  tímabili 2008 varð  tap að  fjárhæð
17,2  milljarðar  króna  af  rekstrinum.  Rekstrarhagnaður  Orkuveitu
Reykjavíkur fyrir  fjármagnsliði,  skatta og  afskriftir,  EBITDA,  á
fyrsta ársfjórðungi 2009 var 3,3 milljarðar króna.  Eiginfjárhlutfall
fyrirtækisins í lok mars var 19,0% en var 18,6% í árslok 2008.
Lausafjárstaða  Orkuveitu   Reykjavíkur   er  góð.   Vaxandi   tekjur
fyrirtækisins í  erlendri  mynt  gera  því  kleift  að  standa  undir
greiðslum af erlendum lántökum þrátt fyrir miklar gengissveiflur.
Árshlutareikningurinn   er   gerður   í   samræmi   við    alþjóðlega
reikningsskilastaðla.
Helstu niðurstöður tímabilsins 1.1. til 31.3. 2009

Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur  var með 1.812  milljóna króna  hagnaði
fyrstu þrjá mánuði ársins 2009  samanborið við 17.243 milljóna  króna
halla fyrir sama tímabil árið áður.

Rekstrartekjur tímabilsins  námu 6.541  milljón króna  en voru  6.079
milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður.

Hagnaður fyrirtækisins  fyrir  fjármagnsliði, skatta  og  afskriftir,
EBITDA, var  3.335 milljónir  króna  samanborið við  3.400  milljónir
króna á sama tímabili árið áður.

Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 703 milljónir króna á tímabilinu,  en
voru neikvæðir um 22.729 milljónir króna á sama tímabili árið 2008.

Heildareignir þann 31. mars 2009 voru 262.559 milljónir króna en voru
259.373 milljónir króna 31. desember 2008.

Eigið fé þann 31.  mars 2009 var 49.971  milljón króna en var  48.359
milljónir króna 31. desember 2008.

Heildarskuldir  fyrirtækisins  þann  31.   mars  2009  voru   212.588
milljónir króna samanborið við 211.015 milljónir króna í árslok 2008.

Eiginfjárhlutfall var 19,0% þann 31. mars 2009 en var 18,6% í  árslok
2008.

Ýmis mál

Alþingi  samþykkti  á  vorþingi  2008  breytingar  á  ýmsum  lögum  á
orkusviði með  gildistöku  1.  júlí  2009.  Gildistökunni  var  síðan
frestað til 1. janúar 2010. Þessar breytingar fela það meðal annars í
sér að skipta  þarf fyrirtækinu upp  þannig að sérleyfisstarfsemi  og
samkeppnisstarfsemi séu  reknar í  aðskildum fyrirtækjum.  Hafinn  er
undirbúningur að þessari skiptingu.

Horfur
Þrátt fyrir umrót á íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum er rekstur
Orkuveitu Reykjavíkur  traustur og lausafjárstaða góð. Áfram er unnið
að stækkun Hellisheiðarvirkjunar á árinu  2009 og er áformað að  taka
síðasta  áfanga   raforkuframleiðslu  hennar   í  notkun   á   fyrsta
ársfjórðungi 2011.  Uppbygging  annarra  virkjana  mun  taka  mið  af
aðgengi fyrirtækisins að lánsfé  til fjárfestinga og þeim  lánskjörum
sem í boði verða.

Vegna óvissu í  íslensku efnahagslífi  er dregið  úr fjárfestingum  í
fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2009 og gripið  hefur
verið til víðtækra aðhaldsaðgerða  í rekstri fyrirtækisins bæði  hvað
varðar launagreiðslur og annan rekstrarkostnað.

Nánari upplýsingar veitir Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitu
Reykjavíkur, í síma 516-6000.

Orkuveita Reykjavíkur - árshlutauppgjör

Allar tölur eru í milljónum kr.
Rekstrarreikningur og                                2009        2008
yfirlit um heildarafkomu                        1.1-31.3.   1.1-31.3.

Rekstrartekjur ..............................       6.541       6.079
Rekstrargjöld ................................    (3.206)     (2.679)
    Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA)      3.335       3.400
                  Afskriftir
   .......................................        (2.374)     (1.632)
      Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)              703    (22.729)
 Áhrif hlutdeildarfélaga ....................          19          42
                   Hagnaður (tap) fyrir skatta      1.684    (20.919)
Tekjuskattur .................................        129       3.676
                    Hagnaður (tap) tímabilsins      1.812    (17.243)

Skipting hagnaðar (taps)
   Eigendur móðurfyrirtækisins ...........          1.806    (17.220)
 Hlutdeild minnihluta .......................           7        (23)
                    Hagnaður (tap) tímabilsins      1.812    (17.243)

  Handbært fé frá rekstri ..................          425         443



Efnahagsreikningur                              31.3.2009  31.12.2008

Fastafjármunir ..............................     242.946     252.618
Veltufjármunir ...............................     19.613       6.755
                                        Eignir    262.559     259.373

                   Eigið fé
  .........................................        49.971      48.359
     Langtímaskuldir og skuldbindingar ..         194.810     196.589
  Skammtímaskuldir ........................        17.778      14.425
                           Eigið fé og skuldir    262.559     259.373

Kennitölur
                Veltufjárhlutfall                    1,10        0,47
          ..........................
                Eiginfjárhlutfall                   19,0%       18,6%
         ...........................