2017-10-31 17:43:58 CET

2017-10-31 17:44:15 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Klappir Grænar Lausnir hf. - Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

Klappir Grænar Lausnir hf.: Rekstur á þriðja ársfjórðungi gekk vel



 Lykiltölur úr óendurskoðuðu milliuppgjöri Klappa Grænna Lausna hf.
   * Tekjur samstæðunnar á þriðja ársfjórðungi voru 50,4 m.kr.
   * Tekjur samstæðunnar fyrstu níu mánuði ársins voru 148,7 m.kr. og jukust um
     182% milli ára.
   * EBITDA afkoma á þriðja ársfjóðungi var 1,4 m.kr.
   * Viðskiptavinir félagsins voru 43 í lok árshlutans en alls nota 143
     lögaðilar hugbúnað félagsins.

 Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri
 "Rekstur á þriðja árshluta ársins 2017 gekk vel. Viðskiptavinum félagsins
 fjölgar jafnt og þétt en mörg af öflugustu félögum landsins eru í viðskiptum.
 Skráning félagsins á Nasdaq First North markaði í Nasdaq kauphöllinni á
 Íslandi gekk vel. Með skráningunni gefst þeim fjárfestum og einstaklingum, sem
 hafa trú á að með grænum innviðum og öflugri upplýsingatækni tækifæri til að
 vera þátttakendur í þróun grænna hugbúnaðarlausna og innleiðingu þeirra í
 gegnum Klappir.
 Félagið hefur sterka stöðu og býr yfir framúrskarandi starfsfólki, nægu
 veltufé og traustum viðskiptavinum sem myndar grundvöllinn fyrir áframhaldandi
 uppbyggingu félagsins."

 Frekari upplýsingar veita
 Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa Grænna Lausna, sími: 664-9200
 Eðvarð Jón Bjarnason, fjármál, sími: 699-3884



[]