2016-01-21 18:31:17 CET

2016-01-21 18:31:17 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

CORRECTION: Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs desember 2015


Vanskil heimila lækkuðu umtalsvert á árinu 2015

Vanskil heimila með fasteignalán sín hjá Íbúðalánasjóði lækkuðu umtalsvert á
árinu 2015. Þannig voru 96,5% heimila í skilum með lán sín í lok árs samanborið
við 94,5% heimila í lok ársins 2014. Hefur því heimilum með lán sín í vanskilum
fækkað um 39% á árinu. 

Af þeim 44.500 heimilum sem voru með fasteignalán sín hjá Íbúðalánasjóði í lok
árs 2015 voru 1.547 heimili í vanskilum og er það fækkun um 1.016 heimili á
árinu. 

Sala íbúða í eigu íbúðalánasjóðs gengur vel

Íbúðalánasjóður seldi 898 eignir á árinu 2015 samanborið við 1.066 eignir árið
2014. Íbúðalánasjóður átti 1.348 eignir í lok desember 2015. Af þeim voru 629
eignir í sölumeðferð og 611 eignir í útleigu. Áætlanir sjóðsins gera ráð fyrir
að 900 eignir verði seldar á árinu 2016 auk þess sem Leigufélagið Klettur hefur
verið sett í söluferli. 

Ítarlegri umfjöllun má lesa í meðfylgjandi mánaðarskýrslu