2022-08-19 12:21:35 CEST

2022-08-19 12:21:36 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Ljósleiðarinn ehf. - Ársreikningur

Betri niðurstaða reksturs en verðbólga bítur


Þótt rekstur Ljósleiðarans á fyrri hluta ársins hafi skilað meiri framlegð og auknum rekstrarhagnaði en á sama tímabili 2021 hefur aukinn fjármagnskostnaður þau áhrif að heildarniðurstaða fyrir fyrri helmings ársins er neikvæð.

Árshlutareikningur Ljósleiðarans ehf. vegna tímabilsins frá 1. janúar til 30. júní 2022 var samþykktur af stjórn félagsins í dag.

Talsverð aukning tekna

Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, segist ánægður með 12% tekjuvöxt milli ára og samsvarandi vöxt í framlegð rekstursins (EBITDA) þótt heildarniðurstaðan eftir sex mánuði hafi verið neikvæð um 71,7 milljónir króna. Á sama tímabili 2021 var hagnaðurinn 134,4 milljónir.

Rekstur Ljósleiðarans á fyrri hluta árs 2018-2022    
Fjárhæðir í mkr. 2018 2019 2020 2021 2022
Rekstrartekjur 1.216 1.505 1.462 1.619 1.818
Rekstrarkostnaður 476 505 490 472 538
Framlegð (EBITDA) 740 1.000 972 1.147 1.281
Rekstrarhagnaður (EBIT) 347 548 448 571 592

„Eins og hjá mörgum öðrum í samfélaginu hefur aukin verðbólga ásamt hækkandi vöxtum á fyrri hluta ársins mikil áhrif á endalega niðurstöðu rekstrar,“ segir Erling Freyr „Við höfum þegar stigið mikilvæg skref til að lækka fjármagnskostnað, nú síðast með útgáfu og skráningu grænna skuldabréfa á fyrri hluta ársins,“ segir Erling Freyr. Hann segir að gangi áform fyrirtækisins um hlutafjáraukningu eftir verði fjármagn nýtt jöfnum höndum til að greiða upp óhagstæðari lán og til fjárfestinga í tengslum við uppbyggingu nýs landshrings fjarskipta.

Um Ljósleiðarann

Ljósleiðarinn ehf. er fjarskiptafélag á heildsölumarkaði í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, stofnað árið 2007. Hlutverk Ljósleiðarans er stuðla að heilbrigðri samkeppni á fjarskiptamarkaði með því að veita íslenskum heimilum og fyrirtækjum aðgang að hágæða þjónustu á opnu aðgangsneti.


Tengiliður:
Erling Freyr Guðmundsson
framkvæmdastjóri Ljósleiðarans
erling.freyr.gudmundsson@ljosleidarinn.is


Viðhengi