2008-04-22 18:23:16 CEST

2008-04-22 18:24:18 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Sveitarfélagið Álftanes - Ársreikningur

2007


Ársreikningur Sveitarfélagsins Álftaness  fyrir árið 2007 var tekinn til fyrri
umræðu í Bæjarstjórn Álftaness þann 17. apríl.  Helstu niðurstöður ársreiknings
eru eftirfarandi: 

Lykiltölur:
Sjá í meðfylgjandi fréttatilkynningu.


Helstu frávik rekstrar A og B hluta

Rekstrarniðurstaða samantekins ársreiknings A og B hluta fyrir árið 2007 sýnir
afgang upp á 395 millj.kr. samanborið við 320 millj. kr. halla á árinu 2006 sem
þýðir 716 millj. kr. betri afkomu.  Þetta er mikill viðsnúningur frá fyrra ári
en hann skýrist að mestu með sölu eigna og lægri fjármagskostnaði m.a. vegna
aukinna vaxtatekna og gengishagnaðar.  Endurskoðuð áætlun gerði hins vegar ráð
fyrir 343 millj.kr. afgang og því sýnir reikningurinn 52 millj. kr. betri
afkomu en áætlun gerði ráð fyrir. 


Helstu frávik fjárfestinga A og B hluta

Heildarfjárfestingar A- og B hluta (brúttó) urðu 183 m.kr. á árinu 2007 eða 134
m.kr. meiri en áætlað hafði verið. 


Efnahagur A og B hluta

Heildarskuldir samantekins ársreiknings A og B hluta a.t.t.t.
lífeyrisskuldbindingar lækkuðu milli ára úr 1.676.839 m.kr. í árslok 2006 í
1.620.163 m.kr. í árslok 2007. Engin ný lán voru tekin á árinu og skýrist
lækkunin af greiddum afborgunum. 


Framtíðarhorfur

Til að stemma stigu við hallarekstri hafa forráðamenn sveitarfélagsins gripið
til ýmissa aðgerða. Álagningarprósenta fasteignagjalda fyrir árið var hækkuð og
viðhald mannvirkja sveitarfélagsins var boðin út með það að markmiði að ná
hagræðingu í rekstri. Í byrjun ársins var fráveitan og íþróttamannvirki
sveitarfélagsins seld.  Söluhagnaður var vegna sölu eldri íþróttamannvirkja og
var stærstum hluta andvirðisins varið til fjárfestingar m.a. tæpum 395
milljónum í kaup á hlutafé EFF.  Þá var gerður framkvæmda- og leigusamningur um
íþóttamannvirkin til 30 ára.  Samningurinn mun auka leigugjöld málaflokka en
koma fram sem lægri fjármagnskostnaður sem annars hefði hækkað ef
sveitarfélagið hefði tekið lán fyrir framkvæmdinni 

Ef horft er á rekstur málaflokka án fjármagnsliða þá nemur hallinn á árinu 2007
94 millj.kr.  samanborið við 120 millj.kr. á árinu 2006.  Skatttekjur jukust um
tæp 21% en rekstrargjöld málaflokkanna, að frádregnum tekjum og án
fjármagnsliða, um rúmlega 15%.  Ef kostnaður vegna framlags til fráveitu er
dreginn frá þá nemur hækkunin rúmum 13%  Þrátt fyrir að rekstrarútgjöld
sveitarfélagsins, í hlutfalli við skatttekjur, hafi lækkað þá eru þau ennþá
hærri en skatttekjur. Það er minni halli en í fyrra en leita verður enn frekari
leiða til að hagræða í rekstri sveitarfélagsins og styrkja tekjustofna þess svo
að það getið farið í frekari fjárfestingar og staðið undir skuldbindingum
sínum.