2017-12-20 13:22:09 CET

2017-12-20 13:23:10 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Lánasjóður sveitarfélaga - Niðurstaða úr viðbótarútgáfu


Lánasjóður sveitarfélaga var með skuldabréfaútboð í LSS150434 og LSS151155 þann 19. desember 2017. Uppgjör viðskipta fer fram fimmtudaginn 21. desember 2017.

Samkvæmt 1. gr. í skilmálum aðalmiðlarasamnings í tengslum við útgáfu skuldabréfa Lánasjóðs sveitarfélaga stendur aðalmiðlurum til boða að kaupa 10% af nafnverði þess sem selt var í útboðinu á meðalverði samþykktra tilboða til kl. 12 á næsta virka degi eftir að útboði lýkur. Hver aðalmiðlari sem á samþykkt tilboð í undangengnu útboði öðlast kauprétt í réttu hlutfalli við það magn sem þeir hafa keypt í útboðinu. 

Alls bárust tilboð í LSS150434 að nafnvirði ISK 2.075.000.000 á bilinu 2,32% - 2,40%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 1.750.000.000 á ávöxtunarkröfunni 2,38%.  Að þessu sinni óskuðu aðalmiðlarar eftir að nýta sér kauprétt fyrir viðbót í LSS150434 fyrir ISK 101.000.000 á ávöxtunarkröfunni 2,38% og hefur Lánasjóðurinn ákveðið að verða við þeim óskum. Heildarmagn seldra bréfa í útboðinu í LSS150434 að meðtaldri viðbótarútgáfunni er ISK 1.851.000.000.  Heildarstærð flokksins er nú ISK 30.347.152.565.

Alls bárust tilboð í LSS151155 að nafnvirði ISK 2.760.000.000 á bilinu 2,39% - 2,58%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 1.200.000.000 á ávöxtunarkröfunni 2,43%. Að þessu sinni óskuðu aðalmiðlarar eftir að nýta sér kauprétt fyrir viðbót í LSS151155 fyrir ISK 120.000.000 á ávöxtunarkröfunni 2,43% og hefur Lánasjóðurinn ákveðið að verða við þeim óskum. Heildarmagn seldra bréfa í útboðinu í LSS151155 að meðtaldri viðbótarútgáfunni er ISK 1.320.000.000.  Heildarstærð flokksins er nú ISK 6.861.000.000.

Nánari upplýsingar veitir:
Örvar Þór Ólafsson
Sími: 515 4947
T-póstur: orvar@lanasjodur.is