2021-02-26 20:00:00 CET

2021-02-26 20:00:00 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
TM hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

TM hf.: Skilyrði um afstöðu Samkeppniseftirlisins í samrunasamningi Kviku, TM og Lykils uppfyllt


Þann 23. febrúar síðastliðinn tilkynnti TM hf. að undirrituð hefði verið samrunaáætlun vegna fyrirhugaðs samruna Kviku, TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. Þar kom og fram að eftirfarandi fyrirvarar í samrunasamningi félaganna frá 25. nóvember sl. væru enn óuppfylltir:

  1. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) veiti samþykki fyrir samrunanum, sbr. 106 gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002;
  2. FME veiti Kviku samþykki fyrir eignarhaldi á virkum eignarhlut í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf., sbr. 58 gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016;
  3. Samkeppniseftirlitið ógildi ekki samrunann eða setji íþyngjandi skilyrði að mati samrunaaðila, sbr. V. kafla samkeppnislaga nr. 44/2005; og
  4. hluthafar samþykki samrunann í samræmi við 93. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 á löglega boðuðum hluthafafundum Kviku, TM og Lykils.

Í dag, 26. febrúar 2021, tilkynnti Samkeppniseftirlitið um þá ákvörðun sína eftirlitið teldi ekki forsendur til að aðhafast vegna fyrirhugaðs samruna félaganna þriggja og er því sá fyrirvari í samrunasamningi félaganna ekki lengur fyrir hendi.