2014-08-29 22:14:35 CEST

2014-08-29 22:15:37 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Íbúðalánasjóður - Ársreikningur

Samandregin samstæðuárshlutareikningur Íbúðalánasjóðs janúar-júní 2014


Fréttatilkynning 29. ágúst 2014

Árshlutareikningur Íbúðalánasjóðs fyrir fyrri helming ársins 2014 var
staðfestur af stjórn sjóðsins í dag. Rekstrarniðurstaða tímabilsins var neikvæð
sem nemur 1.308 milljónum króna samanborið við 2.979 milljóna króna tap á sama
tímabili árið á undan. Eigið fé Íbúðalánasjóðs í lok tímabilsins var 13.538
milljónir samanborið við 14.845 milljónir í árslok 2013. Eiginfjárhlutfall
sjóðsins sem reiknað er samkvæmt ákvæðum í reglugerð nr. 544/2004 um
Íbúðalánasjóð er 3,2% en var 3,4% í upphafi árs. Hlutfallið er reiknað með sama
hætti og eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja. Langtímamarkmið sjóðsins er að
hlutfallið sé yfir 5,0% og viðræður við stjórnvöld miða að því að uppfylla
ákvæði reglugerðar. Árshlutauppgjörið er nú í fyrsta sinn framsett sem samstæða
móðurfélags og dótturfélags sjóðsins Leigufélagsins Kletts ehf. sem tók
formlega til starfa í upphafi tímabilsins.