2014-08-22 16:30:36 CEST

2014-08-22 16:31:37 CEST


REGULATED INFORMATION

This message has been corrected. Click here to view the corrected message

Islandic
Veðskuldabréfasjóðurinn Virðing - Ársreikningur

Veðskuldabréfasjóðurinn Virðing - Árshlutauppgjör júní 2014


Veðskuldabréfasjóðurinn Virðing sem er í rekstri Rekstrarfélags Virðingar hf.
gaf út skuldabréf tekin til viðskipta hjá NASDAQ OMX Iceland hf. árið 2014. 

  -- Töluverðar breytingar urðu á rekstri sjóðsins á fyrri hluta ársins.
  -- Sjóðurinn hefur verið í rekstri hjá Rekstrarfélagi verðbréfasjóða ÍV
     undanfarin ár en í mars s.l. var gengið frá samningi um að reksturinn
     færðist alfarið til Rekstrarfélags Virðingar.
  -- Sjóðurinn hefur frá því í nóvember 2013 verið fullfjárfestur og eftir það
     hefur ekki verið um frekari fjárfestingar að ræða í veðskuldabréfum og
     sjóðurinn í raun kominn í endurgreiðluferli. Í maí gaf sjóðurinn út
     skuldabréfaflokk að nafnvirði 10,8 milljarða króna og voru bréfin afhent
     hlutdeildarskírteinishöfum í stað hlutdeildarskírteina auk þess sem
     eigendur hlutdeildarskírteina fengu ríflega 400 milljóna króna greiðslu í
     peningum vegna rúmrar lausafjárstöðu sjóðsins.
  -- Samkvæmt stefnu sjóðsins er laust fé greitt til eigenda, það fé er til
     komið vegna afborgana og uppgreiðslna á undirliggjandi veðskuldabréfum í
     eigu sjóðsins. Slíkt er heimilt samkvæmt skilmálum skuldabréfa sjóðsins á
     hverjum vaxtagjalddaga sem eru fjórir á ári. Það ákvæði í útgáfulýsingu
     skuldabréfaflokksins VEDS1 14 01 nýtti sjóðurinn sér á vaxtagjalddaga
     bréfsins þann 15. ágúst síðastliðinn og greiddi 450 milljónir króna inn á
     höfuðstól skuldabréfanna og stefnt er á að greiða vaxtaauka á fyrsta
     vaxtagjalddaga ársins 2015.
  -- Hagnaður af rekstri sjóðsins á fyrstu sex mánuðum ársins 
nam 470 milljónum króna 
samkvæmt rekstrarreikningi.
  -- Heildareignir sjóðsins námu 10.847 milljónum króna í lok tímabilsins
     samkvæmt efnahagsreikningi.
  -- Hrein eign sjóðsins var neikvæð um 25,5 milljónir króna samkvæmt
     efnahagsreikningi. Um er að ræða tímabundna stöðu vegna útborgunar til
     hlutdeildarskírteinishafa í tengslum við skuldabréfaútgáfuna en vegna
     jákvæðs vaxtamunar verður hrein eign sjóðsins orðin jákvæð fyrir lok
     október 2014.
  -- Árshlutareikningurinn var kannaður af Rýni endurskoðun ehf. í samræmi við
     alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Í áritun endurskoðenda vegna könnunar kemur
     fram að ekkert bendi til annars en að árshlutareikningurinn gefi glögga
     mynd af afkomu sjóðsins á tímabilinu, efnahagi hans 30. júní 2014 og
     breytingu á handbæru fé á tímabilinu, í samræmi við lög um ársreikninga og
     settar reikningsskilareglur.


Nánari upplýsingar um árshlutareikning Veðskuldabréfasjóðsins Virðingar veitir
starfsfólk Rekstrarfélags Virðingar í síma 585 6500.