2012-09-28 18:33:05 CEST

2012-09-28 18:34:06 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Kópavogsbær - Ársreikningur

Árshlutauppgjör



Meðfylgjandi er óendurskoðað og ókannað árshlutauppgjör Kópavogsbæjar fyrir
fyrstu sex mánuði ársins 2012. Uppgjörið er gert í samræmi við lög og
reglugerðir en þó þannig að ekki eru samdar sérstakar skýringar með uppgjörinu
aðrar en þær sem eru í meðfylgjandi greinargerð.  Uppgjörið er notað innanhúss
til að athuga hvernig rekstrarkostnaður hefur þróast og myndar það grunn að
útkomuspá ársins 2012 og fjárhagsáætlun ársins 2013. 



Í uppgjörinu kemur fram að aðalfrávikið frá áætlun ársins 2012 liggur í
fjármagnsliðum. Er þar aðallega um að ræða hærri reiknaðar verðbætur  en áætlað
var. 



Samkvæmt uppgjörinu eru heildartekjur heldur hærri en áætlað hafði verið sem og
rekstrargjöld, sem hækka þó ekki eins mikið og tekjurnar. 



Almennur rekstur bæjarsjóðs hefur í stórum dráttum verið í takti við þá áætlun
sem unnin var í lok síðasta árs. 



Nánari upplýsingar veitir: Arna Schram, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, í
síma: 696 0663