2016-03-03 15:35:15 CET

2016-03-03 15:35:15 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
RARIK ohf. - Fyrirtækjafréttir

RARIK semur við Norræna fjárfestingarbankann um lán til 15 ára


RARIK  og Norræni fjárfestingarbankinn hafa undirritað allt að 25 milljóna Evra
lánasamning til 15 ára 

Í gær 2. mars var undirritaður lánasamningur milli RARIK og Norræna
fjárfestingarbankans (NIB) um allt að 25 milljóna Evra lán til RARIK. Lánið er
til 15 ára og ætlað til fjármögnunar á hluta af framkvæmdum við endurnýjun
loftlínudreifikerfis RARIK með jarðstrengjum. 

Með láninu er lokið fjármögnun á fyrsta áfanga endurnýjunar dreifikerfisins sem
gert er ráð fyrir að ljúki árið 2020. Unnið hefur verið að verkefninu á
undanförnum árum og er ætlunin að draga með því úr truflunum vegna veðurs,
samhliða því að kerfið er endurnýjað. Með þessum aðgerðum stefnir RARIK einnig
að því að draga úr viðhaldsþörf og straumleysi vegna tjóna af völdum veðurs. 

Í lok síðasta árs hafði RARIK lagt um 55% af dreifikerfi sínu í jörð, eða um
4.800 km af um 8.700 km dreifikerfi á háspennu. Um 95% kerfisins er í
dreifbýli, eða sveitum landsins. Að loknum fyrsta áfanga endurnýjunarinnar
verða um 2.800 km eftir í loftlínukerfi RARIK, en fyrirtækið hefur ákveðið að
endurnýja allt dreifikerfi sitt með jarðstrengjum og að ljúka því innan tuttugu
ára.