2008-07-31 17:55:49 CEST

2008-07-31 17:56:46 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Exista hf. - Ársreikningur

Afkoma Exista á fyrstu sex mánuðum 2008


Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista hf. birtir í dag árshlutauppgjör fyrir fyrstu
sex mánuði ársins 2008.	 

Afkoma á öðrum ársfjórðungi:
•  Afkoma eftir skatta var neikvæð um 38,4 milljónir evra (ISK 4,2 milljarðar)
•  Heildartekjur námu 89,6 milljónum evra (ISK 9,8 milljarðar)

Afkoma á fyrstu sex mánuðum:
•  Afkoma eftir skatta var neikvæð um 82,2 milljónir evra (ISK 9,0 milljarðar)
•  Hagnaður af fjármálaþjónustu eftir skatta nam 66,4 milljónum evra (ISK 7,3
   milljarðar) 
•  Tap af fjárfestingum eftir skatta nam 148,6 milljónir evra (ISK 16,3
   milljarðar) 

Helstu niðurstöður efnahagsreiknings 30. júní 2008: 
•  Heildareignir námu 6,9 milljörðum evra (ISK 868 milljarðar), lækkuðu um
   13,6% frá áramótum 
•  Eigið fé nam 2,3 milljarðar evra (ISK 286 milljarðar), lækkaði um 3,6% frá
   áramótum 
•  Heildarskuldir lækkuðu um 1,0 milljarð evra (ISK 123 milljarðar), eða 17,7%,
   frá áramótum 
•  Handbært fé nam 303,4 milljónum evra (ISK 38 milljörðum) og tryggt lausafé
   til að  mæta endurfjármögnun til desember 2009 
•  Eiginfjárhlutfall var 37,0% (með víkjandi skuldabréfum)

Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður:
„Í ljósi ríkjandi markaðsaðstæðna erum við sátt við niðurstöðu ársfjórðungsins.
Á umrótartímum á fjármálamörkuðum höfum við lagt áherslu á að standa vörð um
traustar undirstöður félagsins. Rekstur fyrirtækja okkar gengur vel og við
höfum mikla trú á þeim til framtíðar, þótt verðmyndun á markaði sé veik um
þessar mundir. Sem fyrr högum við starfsemi Exista, þar með talið
kostnaðaraðhaldi og áhættustýringu, með það að markmiði að treysta stoðir
félagsins. Með okkar öflugu fyrirtæki og vaxandi ítök í fjármálaþjónustu á
Norðurlöndum erum við í góðri stöðu til þess að mæta krefjandi markaðsaðstæðum
til hagsbóta fyrir félagið í framtíðinni.“ 

Frekari upplýsingar um reikninga félagsins veitir:
Samskiptasvið Exista 
Sigurður Nordal
framkvæmdastjóri 
sími: 550 8620 (ir@exista.com)

Um Exista
Exista starfar á sviði fjármálaþjónustu undir merkjum VÍS, Lífís og Lýsingar og
sem kjölfestueigandi í Sampo Group og Kaupþingi banka. Exista er jafnframt
alþjóðlegur fjárfestir, meðal annars í Storebrand, Bakkavör Group og Skiptum.
Starfsemi Exista byggir á tveimur meginstoðum sem eru fjármálaþjónusta og
fjárfestingar. Upplýsingar um Exista hf. og uppgjörið er að finna á vefsíðu
félagsins, www.exista.com