2016-08-25 13:08:27 CEST

2016-08-25 13:08:27 CEST


BIRTINGARSKYLDAR UPPLÝSNINGAR

Íslenska
Landsbréf hf. - Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendum

Breytingar á stjórn Landsbréfa hf.


Stjórn Landsbréfa hf. hefur í dag fallist á beiðni Sigurbjörns Jóns
Gunnarssonar formanns stjórnar Landsbréfa hf. um tímabundið leyfi frá störfum
frá 1. september nk. að telja. Sigurbjörn er framkvæmdastjóri Lyfju hf. en það
fyrirtæki er nú að fara í opið söluferli. Þar sem ekki er útilokað að sjóðir á
vegum Landsbréfa hf. muni taka þátt í söluferlinu óskaði Sigurbjörn eftir því
við stjórn Landsbréfa hf. að hann fengi leyfi frá störfum til 31. desember 2016
eða á meðan á söluferlinu stendur til að það verði hafið yfir allan vafa þó svo
að fjárfestingarákvarðanir sjóða í rekstri Landsbréfa komi að öllu jöfnu ekki
inn á borð stjórnar. 

Heiður Agnes Björnsdóttir varastjórnarmaður mun taka sæti í aðalstjórn
félagsins á meðan á leyfi Sigurbjörns stendur og þá hefur stjórn félagsins
ákveðið að Kristinn Ingi Lárusson gegni formennsku í stjórninni í fjarveru
Sigurbjörns. Gert er ráð fyrir að Sigurbjörn komi aftur til starfa strax á nýju
ári eða fyrr þá er söluferli Lyfju er lokið eða fyrir liggur að sjóðir
Landsbréfa hf. séu ekki þátttakendur í söluferlinu. 

Nánari upplýsingar veitir Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa hf. í
síma 410-2500.