2009-09-09 16:35:44 CEST

2009-09-09 16:36:43 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Icelandair Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Flutningatölur í ágúst og rekstur í júlí


Rekstur Icelandair Group samstæðunnar gekk vel í júlí.  Samkvæmt óendurskoðuðu
uppgjöri var EBITDA 0,3 milljörðum hærri en í júlí 2008 eða 3,0 milljarðar
króna.  EBITDA íslenskra dótturfélaga samstæðunnar var 1,1 milljarði, eða 57%,
hærri en í júli 2008 og munar þar mestu um mikinn bata í rekstri Icelandair. 
Rekstur Travel Service í Tékklandi gekk ágætlega í mánuðinum en gjaldfærsla
vegna olíuvarna veldur því að afkoman er lakari en á sama tíma og í fyrra.  Enn
er unnið að endurskipulagningu á rekstri SmarLynx og var afkoma félagsins í
júlí nokkru lakari en á sama tíma í fyrra. 

EBITDA spá Icelandair Group fyrir árið 2009 er óbreytt eða 6,5 milljarðar
króna.  Miðað við núverandi forsendur lítur rekstur samstæðunnar ágætlega út
það sem eftir er ársins og er útlit fyrir að EBITDA verði hærri en upphaflegar
félagsins áætlanir fyrir árið gerðu ráð fyrir. 

Meðfylgjandi eru flutningatölur Icelandair Group í ágúst. Framvegis verða
flutningatölur Icelandair Group gefnar út mánaðarlega. 

Nánari upplýsingar veitir:
Bogi Nils Bogason Framkvæmdastjóri Fjármála Icelandair Group, sími: 665-8801

traffic august.pdf