2010-12-09 13:32:53 CET

2010-12-09 13:33:53 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjavíkurborg - Ársreikningur

Árshlutareikningur fyrir tímabilið janúar - september 2010


Óendurskoðaður árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar -
september 2010 er lagður fram fram í borgarráði í dag, fimmtudaginn 9. desember
2010. 

Óendurskoðaður árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar til
september 2010 er lagður fram í borgarráði í dag fimmtudaginn 9. desember.
Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A hluta og B hluta. Til A hluta telst
starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að
ræða Aðalsjóð, þ.e. rekstur fagsviða, og Eignasjóð. Til B hluta teljast
fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu
borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með
þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Bílastæðasjóður Reykjavíkur, Faxaflóahafnir,
Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf.,
Orkuveita Reykjavíkur, Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, Slökkvilið
höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf og Jörundar
ehf. 

Á árinu 2010 hefur reikningsskilaaðferð verið breytt til samræmis við álit
Reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga nr. 1/2010 og 2/2010.
Breytingin felst í því að leigusamningar fasteigna og annarra mannvirkja og
leiguskuldbindingar vegna þeirra eru færðir í efnahagsreikning. Einnig eru
lóðir og lendur sem gefa af sér tekjur eignfærðar. Eigið fé í 
efnahagsreikningi borgarinnar hækkar um 13,6 milljarða við þessar breytingar.
Rekstrarniðurstaða bæði A hluta og A og B hluta er 463 milljónum króna lakari á
tímabilinu janúar - september 2010 með nýrri reikningsskilaaðferð.

Í fjárhagsáætlun fyrir tímabilið janúar til september 2010 fyrir A hluta var
gert ráð fyrir því að niðurstaða fyrir fjármagnsliði yrði neikvæð um 2.093
milljónir króna og rekstrarniðurstaða tímabilsins neikvæð um 802 milljónir
króna. Samkvæmt árshlutareikningi janúar til september 2010 er niðurstaða A
hluta fyrir fjármagnsliði neikvæð um 534 milljónir króna og 
rekstrarniðurstaða jákvæð um 1.110 milljónir króna. Í áætlun fyrir tímabilið
janúar til september 2010 fyrir A og B hluta var gert ráð fyrir jákvæðri
niðurstöðu fyrir fjármagnsliði um 1.600 milljónir króna og neikvæðri
rekstrarniðurstöðu um 1.949 milljónir króna. Samkvæmt ársreikningi er
niðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði jákvæð um 4.652 milljónir króna og
rekstrarniðurstaða er jákvæð um 16.528 milljónir króna. 

Rekstrartekjur A og B hluta voru 68.910 milljónir króna eða um 1.872 milljónir
umfram áætlun og rekstrargjöld voru 64.258 milljónir króna eða 1.181 milljón
undir áætlun. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 18.802 milljónir króna en áætlun
gerði ráð fyrir að þau yrðu neikvæð um 3.550 milljónir króna. Munurinn skýrist
einkum af gengis- og verðlagsbreytingum. 

Rekstrartekjur A hluta voru 44.950 milljónir króna eða 2.058 milljónir yfir
áætlun. Rekstrargjöld voru 45.484 milljónir króna eða um 499 milljónir undir
áætlun. 

Eignir A hluta voru 130.707 milljónir króna, hækka úr 97.594 milljónum króna
eða um 33.113 milljónir. Skuldir A hluta að frátöldum skuldbindingum hækka úr
24.643 milljónum í 43.034 milljónir eða um 18.391 milljón en skuldbindingar
hækka um 14 milljónir, úr 9.181 milljónum í 9.195 milljónir. Eigið fé A hluta
hækkar um 14.707 milljónir úr 63.770 milljónum í 78.477 milljónir, Hækkun
eigna, skulda og eiginfjár skýrist að stærstum hluta með breytingum á
reikningsskilaaðferð. 

Eignir A og B hluta voru 454.312 milljónir króna og hafa vaxið um 37.792
milljónir króna á tímabilinu. Heildarskuldir A og B hluta að frátöldum
skuldbindingum eru 297.527 milljónir króna en voru 296.268 milljónir króna í
árslok 2009 og hafa því aukist um 1.259 milljónir króna. Skuldbindingar hækkuðu
um 4.720 milljónir króna á tímabilinu. Eigið fé A og B hluta hækkar um 31.812
milljónir úr 110.175 milljónum í 141.987 milljónir, sem skýrist að 
stærstum hluta af rekstrarniðurstöðu tímabilsins og breytingu á
reikningsskilaaðferð. 

Veltufjárhlutfall hjá A og B hluta var 0,86 þann 30.09.2010 á móti 1,03 í
árslok 2009. Hjá A hluta var hlutfallið 2,12 þann 30.09.2010 en 2,12 í árslok
2009.