2008-07-30 18:21:58 CEST

2008-07-30 18:22:59 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
SPRON Verðbréf hf. - Ársreikningur

Afkoma SPRON hf. á öðrum ársfjórðungi 2008


Tap SPRON 5,0 milljarðar króna eftir skatta
Sterk eiginfjárstaða 12,1% og traust aðgengi að lausafé

Helstu niðurstöður á öðrum ársfjórðungi 2008:

•	Tap eftir skatta nam 5,0 milljörðum króna en allar skráðar eignir eru færðar 
         á markaðsvirði. Neikvæð þróun á hlutabréfamarkaði á öðrum ársfjórðungi
olli 
         gengistapi sem nam 4,9 milljörðum króna
•	Hreinar vaxtatekjur námu 888 milljónum króna og jukust um 40% frá sama     
         tímabili í fyrra
•	Hreinar þjónustutekjur námu 246 milljónum króna og jukust um 7% frá sama     
         tímabili í fyrra
•	Hreinar rekstrartekjur voru neikvæðar um 3,7 milljarða króna
•	Heildareignir eru 246,7 milljarðar króna og hafa aukist um 10% frá árslokum 
         2007
•	Heildarútlán til viðskiptamanna SPRON námu 179,8 milljörðum króna  
•	Innlán eru 49% af heildarútlánum til viðskiptamanna 
•	Innlánaaukning er 4% frá árslokum 2007
•	Eigið fé nam 13,5 milljarðar króna
•	Eiginfjárhlutfall (CAD) SPRON er 12,1%
•	Verðbréfun íbúðalána (e. Securitisation) fyrir 21 milljarð króna, 78,5% 
         skuldabréfanna með Aaa lánshæfismat frá Moodys
•	Stjórnir SPRON og Kaupþings samþykktu samrunaáætlun félaganna þann 1. júlí 
         2008 

Helstu niðurstöður fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2008:

•	Tap eftir skatta var 13,5 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2008
•	Hreinar vaxtatekjur námu 1,7 milljörðum króna og jukust um 56% frá sama  
         tímabili í fyrra
•	Hreinar þjónustutekjur námu 581 milljónum króna og jukust um 7% samanborið 
         við fyrstu sex mánuði ársins 2007


Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON:
„Líkt og undanfarna ársfjórðunga líður afkoma SPRON fyrir óhagstæðar
markaðsaðstæður, sem hafa einkennst af miklum lækkunum á hlutabréfamörkuðum,
rýrnun á markaðsverðbréfum og háum stýrivöxtum. Grunnrekstur SPRON er traustur
og hafa vaxtatekjur aukist um 56% á fyrri helmingi ársins frá því á sama
tímabili í fyrra.  Innlán frá viðskiptavinum sem hlutfall af útlánum er 49%.
Undanfarið hefur SPRON hagrætt í rekstri sem skilar sér í lægri
rekstrarkostnaði og mun árangur hagræðingaraðgerða halda áfram að koma fram
eftir því sem líður á árið. SPRON hefur nú tryggt fjármögnun með verðbréfun
íbúðalána (e. Securitisation) fyrir 21 milljarð króna, 78,5% skuldabréfanna eru
með Aaa lánshæfismat frá Moody's og eru gefin út í evrum. Ég er mjög ánægður
með að íbúðalánasafnið hafi fengið hæsta mögulega mat frá Moody´s þrátt fyrir
erfiðar aðstæður á markaði. Verðbréfun íbúðalána opnar nýjar fjármögnunarleiðir
fyrir SPRON og mun traust útlánasafn samstæðunnar gera okkur kleift að
fjármagna starfsemina enn frekar með þessum hætti.  SPRON hefur sterka
eiginfjárstöðu eða 12,1% og traust aðgengi að lausafé. Horfur eru því vel
viðunandi þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um uppgjörið veitir Guðmundur Hauksson forstjóri SPRON í
síma 550 1213 og Valgeir M. Baldursson framkvæmdastjóri fjárhagssviðs í síma
550 1774 / 897 8939. 

Frekari upplýsingar um SPRON má nálgast á heimasíðu félagsins www.spron.is og
jafnframt er hægt að senda fyrirspurnir á ir@spron.is